Frábær meðalþyngd á laxinum í Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2014 19:15 Svona stólaxa verða sífellt algengari í Vatnsdalsá. Þetta var stærsti laxinn í ánni 2011 Veiði hófst í Vatnsdalsá á föstudaginn og í lok dags í gær voru komnir 17 laxar á land og af því er engin smálax. Stærsti fiskurinn kom á land í gær í Grjóthrúgukvörn en hann mældist 97 sm, 9.2 kg og tók Sunray Shadow. Minnsti laxinn sem hefur veiðst í ánni er 4 kg og flestir laxarnir hafa veiðst í Hnausastreng sem kemur fáum á óvart sem þekkja Vatnsdalsá en þessi veiðistaður er einn af þeim magnaðri á landinu. Meðalþyngdin úr ánni er um 6 kg og meðallengd 82 sm sem eru flottar tölur og efast menn ekki um að sleppiskylda á laxinum í ánni sé að skila stærri laxi sem sé mun verðmætari veiðibráð en smálaxinn þegar árnar eru markaðssettar til erlendra veiðimanna en þó erlendir veiðimenn séu fjölmennir við bakkann á áin stórann aðdáendahóp hjá innlendum veiðimönnum sem halda tryggð við þessa skemmtilegu á. Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Veiði hófst í Vatnsdalsá á föstudaginn og í lok dags í gær voru komnir 17 laxar á land og af því er engin smálax. Stærsti fiskurinn kom á land í gær í Grjóthrúgukvörn en hann mældist 97 sm, 9.2 kg og tók Sunray Shadow. Minnsti laxinn sem hefur veiðst í ánni er 4 kg og flestir laxarnir hafa veiðst í Hnausastreng sem kemur fáum á óvart sem þekkja Vatnsdalsá en þessi veiðistaður er einn af þeim magnaðri á landinu. Meðalþyngdin úr ánni er um 6 kg og meðallengd 82 sm sem eru flottar tölur og efast menn ekki um að sleppiskylda á laxinum í ánni sé að skila stærri laxi sem sé mun verðmætari veiðibráð en smálaxinn þegar árnar eru markaðssettar til erlendra veiðimanna en þó erlendir veiðimenn séu fjölmennir við bakkann á áin stórann aðdáendahóp hjá innlendum veiðimönnum sem halda tryggð við þessa skemmtilegu á.
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði