Einar Tönsberg semur fyrir lundafjölskyldu á Írlandi 20. júní 2014 16:30 Einar Tönsberg MYND/Björn Árnason Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira