Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið þá kylfinga sem keppa fyrir Íslands hönd í þeim verkefnum sem framundan eru.
Landslið karla tekur þátt í Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. -12. júlí n.k.
Íslenska landsliðið tryggði sér rétt til þátttöku á Evrópumótinu þegar það náði 2. sæti í undankeppni fyrir Evrópumót landsliða í Tékklandi á síðasta ári. Einungis 16 sterkustu lið Evrópu hafa þátttöku rétt í mótinu.
Keppt verður á Linna golfvellinum sem er staðsettur um 100 km frá Helsinki rétt utan við bæinn, Hameenlinna.
Karlalandsliðið:
Andri Þór Björnsson, Golfklúbbi Reykjavíkur
Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness
Gísli Sveinbergsson, Golfklúbbnum Keili
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur
Haraldur Franklin Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur
Ragnar Már Garðarsson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um mótið á heimasíðu þess; www.eatc2014.fi
Landslið kvenna tekur þátt í Evrópukeppni kvennalandsliða sem fram fer í Ljubliana í Slóveniu 8.-12. júlí n.k.
Kvennalandsliðið verður skipað eftirtöldum kylfingum:
Berglind Björnsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbbnum Keili
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur
Ragnhildur Kristinsdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur
Signý Arnórsdóttir Golfklúbbnum Keili
Sunna Víðisdóttir Golfklúbbi Reykjavíkur
Piltalandsliðið heldur til Noregs og tekur þátt í Evrópukeppni pilta, en liðið tryggði sér rétt til þátttöku í mótinu þegar það náði 3. sæti í undankeppni Evrópumótsins 2013 sem fram fór í Slóvakíu.
Piltalandsliðið er skipað eftirtöldum kylfingum:
Aron Snær Júlíusson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Birgir Björn Magnússon Golfklúbbnum Keili
Egill Ragnar Gunnarsson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Fannar Ingi Steingrímsson Golfklúbbi Hveragerðis
Henning Darri Þórðarsson Golfklúbbnum Keili
Kristófer Orri Þórðarson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar
Þrjú landslið í golfi valin
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn