Íslenska áhugamannalandsliðið í golfi hafnaði í fimmtánda sæti á Evrópumeistaramótinu sem hófst í Finnlandi í gær.
Kylfingarnir sex léku á samtals 32 höggum yfir pari vallarins á fyrstu tveimur keppnisdögunum en þá var keppt í höggleik.
Nú tekur við holukeppni en Ísland hefði þurft að vera meðal átta efstu þjóðanna sem komast í A-riðil og keppa um titilinn.
Landsliðið spilaði þó betur í dag en í gær og voru kylfingarnir sex á samtals sextán höggum yfir pari. Liðið var aðeins einu höggi á eftir Austurríki sem var í næsta sæti fyrir ofan.
Gísli Sveinbergsson, sautján ára kylfingur úr Keili, lék best í dag - á 70 höggum eða einu undir pari vallarins. Bjarki Pétursson, GB, var á pari og bætti sig um tíu högg frá því í gær.
Ísland mætir Danmörku í fyrstu umferð holukeppninnar á morgun en Danir höfnuðu í tíunda sæti á samtals tveimur undir pari.
Þrettán efstu þjóðirnar fá sjálfkrafa keppnisrétt á næsta Evrópumeistaramóti.
