„Sviðið varð bara að sundlaug“ Baldvin Þormóðsson skrifar 8. júlí 2014 17:14 Það er mikið stuð í Sviss. mynd/aðsend „Við erum búin að umbreyta klaustrinu í risastórt helvítis-tívolí í stíl David Lynch,“ segir Þorleifur Arnarsson, leikstjóri en hann frumsýnir Shakespeare verkið Ys og Þys út úr engu í ævafornu klaustri í Sviss í kvöld.„Þetta er semsagt hluti af leikhúshátíð sem haldin er á þriggja ára fresti, þá er valinn leikstjóri og honum gefið ákveðið budget til þess að setja upp flotta sýningu.“Sýningin flakkar á milli þess að vera tragedía og kómedía.mynd/aðsendSnýr öllu á hvolf Þorleifur er ekki óvanur leikhússtarfi í Sviss en hann hefur sett upp helling af sýningum með nokkrum af fremstu stjörnum þýska leikhúsheimsins og þar af þrjár í leikhúsi sem er í eigu listræna stjórnanda hátíðarinnar. „Sumarleikhús hefur þetta orð á sér að vera létt og skemmtilegt, mikið sungið og fólk fær að vera með en ég ákvað að nota öll þessi element og snúa þeim á hvolf,“ segir leikstjórinn um sýninguna. „Stundum er þetta bara eins og rokktónleikar, síðan ertu allt í einu lentur í kómedíu og síðan alltíeinu tragedíu.“Sýningin er sett upp í gömlu klaustri.mynd/aðsendBjuggu til plan B Leikhópurinn hefur verið að æfa í 30 stiga hita í Sviss en síðan hálftíma fyrir svonefnda general prufuna í gær þá hófst hellidemba. „Sviðið varð bara að sundlaug,“ segir Þorleifur og hlær. „Fólk hljóp um hálfnakið að reyna að bjarga leikmyndinni en við tókum á það ráð að við fengum Dómkirkjuna í nágrenninu lánað ef það skildi rigna aftur og þá færum við bara áhorfendurna þangað.“Þorleifur hefur unnið með mörgum af fremstu leikurum í þýsku leikhúsi.mynd/aðsend Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum búin að umbreyta klaustrinu í risastórt helvítis-tívolí í stíl David Lynch,“ segir Þorleifur Arnarsson, leikstjóri en hann frumsýnir Shakespeare verkið Ys og Þys út úr engu í ævafornu klaustri í Sviss í kvöld.„Þetta er semsagt hluti af leikhúshátíð sem haldin er á þriggja ára fresti, þá er valinn leikstjóri og honum gefið ákveðið budget til þess að setja upp flotta sýningu.“Sýningin flakkar á milli þess að vera tragedía og kómedía.mynd/aðsendSnýr öllu á hvolf Þorleifur er ekki óvanur leikhússtarfi í Sviss en hann hefur sett upp helling af sýningum með nokkrum af fremstu stjörnum þýska leikhúsheimsins og þar af þrjár í leikhúsi sem er í eigu listræna stjórnanda hátíðarinnar. „Sumarleikhús hefur þetta orð á sér að vera létt og skemmtilegt, mikið sungið og fólk fær að vera með en ég ákvað að nota öll þessi element og snúa þeim á hvolf,“ segir leikstjórinn um sýninguna. „Stundum er þetta bara eins og rokktónleikar, síðan ertu allt í einu lentur í kómedíu og síðan alltíeinu tragedíu.“Sýningin er sett upp í gömlu klaustri.mynd/aðsendBjuggu til plan B Leikhópurinn hefur verið að æfa í 30 stiga hita í Sviss en síðan hálftíma fyrir svonefnda general prufuna í gær þá hófst hellidemba. „Sviðið varð bara að sundlaug,“ segir Þorleifur og hlær. „Fólk hljóp um hálfnakið að reyna að bjarga leikmyndinni en við tókum á það ráð að við fengum Dómkirkjuna í nágrenninu lánað ef það skildi rigna aftur og þá færum við bara áhorfendurna þangað.“Þorleifur hefur unnið með mörgum af fremstu leikurum í þýsku leikhúsi.mynd/aðsend
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira