Fyrirsætan Kendall Jenner lætur ekki sitt eftir liggja á hátískuvikunni í París sem fer fram þessa dagana en hún vakti athygli á sýningu Chanel í gær.
Jenner var eiginlega óþekkjanleg í fatnaði eftir Karl Lagerfeld, með hárið blásið í hanakamb framaná höfðinu. Þungur kjóll úr Tweed með berum öxlum var paraður saman við sandala og Chanel tösku.
Jenner, sem er yngri systir Kardashian-systranna og skaust fram á sjónarsviðið í raunveruleikaþáttunum Keeping Up with the Kardashians, er að gera það gott sem fyrirsæta og eftirsótt hjá þekktustu hönnuðum heims.
