Óskar Bjarni Óskarsson, fyrrverandi þjálfari karlaliðs Vals og aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, verður aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val á næstu leiktíð.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, en Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, staðfestir tíðindin.
Stefán Arnarson, sem gerði Val fjórum sinnum að meisturum á síðustu fimm árum, lét af störfum eftir síðasta tímabil og samdi við Fram. Óskar Bjarni var aðstoðarmaður hans á síðustu leiktíð.
Breytingar verða á Valsliðinu frá síðustu leiktíð en lykilmenn á borð við HrafnhildiSkúladóttur, GuðnýJennyÁsmundsdóttur og ÖnnurÚrsúluGuðmundsdóttur eru horfnar á braut.
