Golf

Graeme McDowell varði titilinn í Frakklandi

"G-Mac“ hafði ríka ástæðu til þess að fagna um helgina.
"G-Mac“ hafði ríka ástæðu til þess að fagna um helgina. AP/Getty
Norður-Írinn Graeme McDowell varði titil sinn á Opna franska meistaramótinu í golfi sem fram fór á Le Golf National-vellinum um helgina. Sigur McDowell kom mjög óvænt en fyrir lokadaginn var hann heilum sjö höggum frá Bandaríkjamanninum Kevin Stadler sem hafði verið með hálfgerða yfirburði allt mótið.

McDowell lék á 67 höggum á sunnudeginum eða fjórum undir pari en hann endaði mótið samtals á fimm höggum undir pari. Fyrir lokahringinn hafði Stadler þægilega fjögurra högga forystu á næstu menn en hann fann sig alls ekki í rokinu og rigningunni á sunnudeginum og missti forystuna fljótt niður. Hann þrípúttaði svo á 18. flötinni sem tryggði McDowell sigur en hann sigraði einnig á þessu móti í fyrra.

Næsta mót á Evrópumótaröðinni er Opna skoska meistaramótið sem fram fer á Royal Aberdeen vellinum en þar á Phil Mickelson titil að verja. Margir af sterkustu kylfingum heims taka þátt í mótinu enda er það góður undirbúningur fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×