Af stórlöxum á Nessvæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 8. júlí 2014 10:20 Jón Þór Ólason með einn af löxunum sem hann veidii 6. júlí í Laxá Það eru margir veiðimenn sem hafa náð einstökum tengslum við veiðisvæðið kennt við Nes í Laxá í Aðaldal enda ekkert skrítið þar sem þarna liggja stærstu laxar landsins. Jón Þór Ólason er einn af þeim veiðimönnum sem hefur sterkar taugar til Laxár og hefur hann veitt mikið þar síðustu ár bæði sem veiðimaður og leiðsögumaður. Hann var í ánni fyrir tveimur dögum og sendi okkur skemmtilegan pistil af ferðinni.Ég átti þess kost að taka morgunvakt á Nesveiðunum í gærmorgun þann 6. júlí með besta vini mínum, snillingnum honum Hermóði Jóni Hilmarssyni (Hemma) og tók því fegins hendi enda ekki til fegurra veiðisvæði á þessari jörð. Ég var með hófsamar væntingar enda Laxáin mjög bólgin líkt og aðrar veiðiár á landinu. Hermóður Jón og ,,Tanaði Daninn” Klaus Frimor höfðu þó skroppið út kvöldið áður, þ.e. eftir að veðurofsinn var að mestu gengið niður, og gert þar gott mót, landað 4 stórum löxum og reist laxa vinstri hægri.Skemmst er frá því að segja að ,,Drottningin” tók vel á móti mér svo ekki sé kveðið fastar að orði. Á þessum fjórum tímum sem ég var við veiðar þá reisti ég stóran drjóla í öðru eða þriðja kasti á Skriðuflúð, en þar byrja ég alltaf enda minn uppáhaldsveiðistaður á landinu. Ekki kom hann nú aftur en ég sá annan stóran hreinsa sig niður í speglinum, sem er hefðbundinn tökustaður. Ég var með Kolskegg plasttúpu undir sem ég notaði sem gárutúpu því hún hefur alltaf reynst mér mjög vel og er auk heldur geggjuð í nýgenginn lax. Rennslin voru því rafmögnuð þegar ég sá Kolskegginn skauta fallega yfir spegilinn. Eftir nokkur köst kom vænn lax uppúr og negldi Kolskegginn með látum og viðeigandi gusugangi. Þvílík byrjun. Eftir um 10 mín. landaði ég svo 82 cm sílspikaðri hrygnu sem í þokkabót var grálúsug og greinilega nýgengin í Drottninguna. Þvílík byrjun.Í framhaldinu fórum við svo niður að Kirkjuhólmakvísl og þar reisti ég einn lax upp á horni og setti í 2 laxa sem ákváðu hins vegar að sleppa sér sjálfir eftir stutta viðureign. En samt sem áður var ég búinn að fá það besta, þ.e. tökuna sjálfa. Ég endaði svo að fara vaðalinn í Vitaðsgjafa og þegar ég var að byrja lyfti einn Laxárhöfðinginn sér upp milli stóru ólganna á vaðlinum og hjartað hreinlega stoppaði í nokkrar sekúndur við þessa óviðjafnanlegu sjón. Ég fór svo á vaðilinn vopnaður Kolskegg og eftir nokkrar mínútur negldi 95 cm. hrygna gárutúpuna með miklum tilþrifum og sterk var hún. Eftir hetjulega baráttu fór hún þó loks í háfinn, enda ekki amalegt að vera með snillinginn hann Hemma á háfinum. Grálúsug var hún líkt og sú sem ég landaði á Skriðuflúðinni, veit ekki alveg hvort að það skilar sér á myndunum sem fylgja með, en þær voru teknar af Hemma á farsímann. En þykk var hún líkt og túnfiskur. En frábær vakt var að baki og ég veit til þess að þrátt fyrir að fair hafi verið að veiða þennan morguninn þá fékkst lax í efri-Grástraum og á Grundarhorni, og sá var að mig minnir 92 cm.Þeir sem veiddu þann lax sáu hins vegar annan stökkva á Grundarhorninu sem var að þeirra sögn það stór að 92 sentimetra laxinn líktist smálaxi! Þá sögðust þeir sem veiddu Hólmavaðsstífluna hafa misst vænan lax og reist 5-6 aðra, þannig að ekki vantaði lífið í ánni. Er raunar að fara í eina þekkta á í Borgarfirðinum í þessari viku og það sem ég myndi ekki vilja skipta þeim dögum út fyrir daga á Nesveiðunum því þar er greinilega meira action og stórlaxinn að ganga. Annars skilst mér að það séu einhverjar lausar stangir í Nesinu í júlí þannig að miðað við þessa vakt ættu menn að stökkva á það, enda er það stórkostleg reynsla að slást við nýgenginn stórlax. Því má svo bæta við að ég heyrði að því að þeir sem voru við veiðar hafi veitt 94 cm. lúsugan lax í gærkvöldi. Nesið er náttúrulega nýbúið að opna og veður hefur hamlað þar veiðum líkt og annars staðar, en þó Laxáin sé bólgin þá er hún vel veiðanleg í þessu vatni. Það voru um 30 laxar búnir að veiðast frá því hún opnaði fyrir viku síðan, sem er nú bara mjög gott miðað við aðstæður og árstíma þannig að ég er bara bjartsýnn á veiðina í Nesinu og get ekki beðið þangað ég til að ég fer aftur þar í sumar. Verður bara veisla.Það er líka rétt að geta þess að allir laxarnir sem eru komnir upp úr Nesinu eru yfir 80 cm og rúmlega 10 yfir 90 cm þannig að Nessvæðið stendur undir nafni sem mesta stórlaxaveiðisvæði landsins. Það er nú bara þannig. Jón Þór Ólason Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Það eru margir veiðimenn sem hafa náð einstökum tengslum við veiðisvæðið kennt við Nes í Laxá í Aðaldal enda ekkert skrítið þar sem þarna liggja stærstu laxar landsins. Jón Þór Ólason er einn af þeim veiðimönnum sem hefur sterkar taugar til Laxár og hefur hann veitt mikið þar síðustu ár bæði sem veiðimaður og leiðsögumaður. Hann var í ánni fyrir tveimur dögum og sendi okkur skemmtilegan pistil af ferðinni.Ég átti þess kost að taka morgunvakt á Nesveiðunum í gærmorgun þann 6. júlí með besta vini mínum, snillingnum honum Hermóði Jóni Hilmarssyni (Hemma) og tók því fegins hendi enda ekki til fegurra veiðisvæði á þessari jörð. Ég var með hófsamar væntingar enda Laxáin mjög bólgin líkt og aðrar veiðiár á landinu. Hermóður Jón og ,,Tanaði Daninn” Klaus Frimor höfðu þó skroppið út kvöldið áður, þ.e. eftir að veðurofsinn var að mestu gengið niður, og gert þar gott mót, landað 4 stórum löxum og reist laxa vinstri hægri.Skemmst er frá því að segja að ,,Drottningin” tók vel á móti mér svo ekki sé kveðið fastar að orði. Á þessum fjórum tímum sem ég var við veiðar þá reisti ég stóran drjóla í öðru eða þriðja kasti á Skriðuflúð, en þar byrja ég alltaf enda minn uppáhaldsveiðistaður á landinu. Ekki kom hann nú aftur en ég sá annan stóran hreinsa sig niður í speglinum, sem er hefðbundinn tökustaður. Ég var með Kolskegg plasttúpu undir sem ég notaði sem gárutúpu því hún hefur alltaf reynst mér mjög vel og er auk heldur geggjuð í nýgenginn lax. Rennslin voru því rafmögnuð þegar ég sá Kolskegginn skauta fallega yfir spegilinn. Eftir nokkur köst kom vænn lax uppúr og negldi Kolskegginn með látum og viðeigandi gusugangi. Þvílík byrjun. Eftir um 10 mín. landaði ég svo 82 cm sílspikaðri hrygnu sem í þokkabót var grálúsug og greinilega nýgengin í Drottninguna. Þvílík byrjun.Í framhaldinu fórum við svo niður að Kirkjuhólmakvísl og þar reisti ég einn lax upp á horni og setti í 2 laxa sem ákváðu hins vegar að sleppa sér sjálfir eftir stutta viðureign. En samt sem áður var ég búinn að fá það besta, þ.e. tökuna sjálfa. Ég endaði svo að fara vaðalinn í Vitaðsgjafa og þegar ég var að byrja lyfti einn Laxárhöfðinginn sér upp milli stóru ólganna á vaðlinum og hjartað hreinlega stoppaði í nokkrar sekúndur við þessa óviðjafnanlegu sjón. Ég fór svo á vaðilinn vopnaður Kolskegg og eftir nokkrar mínútur negldi 95 cm. hrygna gárutúpuna með miklum tilþrifum og sterk var hún. Eftir hetjulega baráttu fór hún þó loks í háfinn, enda ekki amalegt að vera með snillinginn hann Hemma á háfinum. Grálúsug var hún líkt og sú sem ég landaði á Skriðuflúðinni, veit ekki alveg hvort að það skilar sér á myndunum sem fylgja með, en þær voru teknar af Hemma á farsímann. En þykk var hún líkt og túnfiskur. En frábær vakt var að baki og ég veit til þess að þrátt fyrir að fair hafi verið að veiða þennan morguninn þá fékkst lax í efri-Grástraum og á Grundarhorni, og sá var að mig minnir 92 cm.Þeir sem veiddu þann lax sáu hins vegar annan stökkva á Grundarhorninu sem var að þeirra sögn það stór að 92 sentimetra laxinn líktist smálaxi! Þá sögðust þeir sem veiddu Hólmavaðsstífluna hafa misst vænan lax og reist 5-6 aðra, þannig að ekki vantaði lífið í ánni. Er raunar að fara í eina þekkta á í Borgarfirðinum í þessari viku og það sem ég myndi ekki vilja skipta þeim dögum út fyrir daga á Nesveiðunum því þar er greinilega meira action og stórlaxinn að ganga. Annars skilst mér að það séu einhverjar lausar stangir í Nesinu í júlí þannig að miðað við þessa vakt ættu menn að stökkva á það, enda er það stórkostleg reynsla að slást við nýgenginn stórlax. Því má svo bæta við að ég heyrði að því að þeir sem voru við veiðar hafi veitt 94 cm. lúsugan lax í gærkvöldi. Nesið er náttúrulega nýbúið að opna og veður hefur hamlað þar veiðum líkt og annars staðar, en þó Laxáin sé bólgin þá er hún vel veiðanleg í þessu vatni. Það voru um 30 laxar búnir að veiðast frá því hún opnaði fyrir viku síðan, sem er nú bara mjög gott miðað við aðstæður og árstíma þannig að ég er bara bjartsýnn á veiðina í Nesinu og get ekki beðið þangað ég til að ég fer aftur þar í sumar. Verður bara veisla.Það er líka rétt að geta þess að allir laxarnir sem eru komnir upp úr Nesinu eru yfir 80 cm og rúmlega 10 yfir 90 cm þannig að Nessvæðið stendur undir nafni sem mesta stórlaxaveiðisvæði landsins. Það er nú bara þannig. Jón Þór Ólason
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði