Leirvogsá hefur ekki verið þekkt sem nein stórlaxaá frekar en aðrar ár í nánasta umhverfi Reykjavíkur en í morgun kom lax á land sem afsannar þessa reglu.
Rögnvaldur Örn Jónsson einn af stjórnarmönnum SVFR landaði 96 sm hæng úr Ketilshyl í morgun og eins og sést á myndinni er þetta glæsilegur lax og líklega einn af þeim stærstu úr ánni um árabil. Rögnvaldur hefur áður brotið blað í sögu áa sem eru ekki þekktar fyrir neina stórlaxa þegar hann landaði 20 punda laxi af Norðurá II fyrir fáum árum en fiskur af þeirri stærð hafði veiðst á því svæði líklega áratugum saman. Veiðimenn sem eiga daga á næstunni í Leirvogsá geta líklega reynt að setja í þetta ferlíki aftur, þar sem honum var sleppt aftur í ánna, og aðra væna laxa sem hafa verið að sýna sig í ánni síðustu daga. Eins er líklega að áin fari á flug þegar straumur verður vaxandi en þá má gera ráð fyrir því að smálaxagöngurnar fari að skila sér af afli í ánna. Við óskum Rögnvaldi til hamingju með fallegan feng.
