GR-ingurinn Þórður Rafn Gissurason vann sitt fyrsta mót á atvinnumannamótaröð um helgina.
Hann bar sigur úr býtum á móti á Jamega-mótaröðinni, en þar vann hann tveggja daga mót sem fram fór á Englandi.
Þórður Rafn lék á 67 höggum fyrri hringinn og 68 á þeim síðari og lauk keppni á samtals fimm höggum undir pari.
„Fékk 800 þús krónur fyrir sigurinn. Ótrúlega ánægður með lífið. Vonandi verður tempóið í gangi út árið,“ skrifaði Þórður Rafn kampakátur á Facebook-síðu sína eftir sigurinn.
Þórður Rafn fékk 800 þúsund krónur fyrir sigur á atvinnumannamóti
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


