Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 2-1 | Stjarnan vann í rokinu Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-vellinum skrifar 1. júlí 2014 15:10 Vísir/Valli Stjarnan lagði Þór/KA 2-0 í uppgjöri toppliða Pepsí deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan réð miklu betur við erfiðan vind og vann sanngjarnan og sannfærandi sigur. Það var hávaðarok á Samsung vellinum í kvöld og setti vindurinn óneitanlega svip sinn á leikinn. Harpa Þorsteinsdóttir nýtti sér vindinn til fullnustu þegar hún lyfti boltanum yfir Roxanne Barker í marki Þórs/KA og skoraði strax á sjöttu mínútu leiksins. Stjarnan fékk nokkur afbragðsfæri til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik og átti bæði skalla í slá og dauðafæri sem fundu ekki leiðina framhjá Barker og því fór liðið með minnsta mögulega mun inn í hálfleikinn. Þór/KA komst betur inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik og átti nokkrar fínar sóknir þar sem liðið reyndi að nýta sér að hægt væri að senda boltann upp í vindinn án þess að hann færi alla leið til Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Það er list að sækja með vindinn í bakið og náði Þór/KA engan vegin tökum á því. Stjarnan var mikið betri í seinni hálfleik og hefði hæglega getað bætt við mörkum áður en Þór/KA fékk sitt lang besta færi í leiknum um miðbik seinni hálfleiks þegar varamaðurinn Katla Ósk Rakelardóttir skaut yfir ein gegn Söndru markverði. Stjarnan gerði vel í að halda boltanum á jörðinni og lenti aldrei í teljandi vandræðum þó liðið þyrfti að bíða þar til á 84. mínútu eftir öðru marki sínu sem gerði út um leikinn. Þar var að verki varamaðurinn Elva Friðjónsdóttir af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Hörpu Þorsteinsdóttur. Þór/KA ógnaði aldrei verulega þó liðið hafi náð að minnka muninn með síðustu spyrnu leiksins eftir mistök í öftustu varnarlínu Stjörnunnar. Varamaðurinn Katla Ósk var þar að verki. Stjarnan náði með sigrinum fimm stiga forskoti á Þór/KA en gestirnir töpuðu öðrum leik sínum í röð í deildinni en Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa nú unnið sex leiki í röð og líta afar vel út. Harpa: Stígandi í okkar leikVísir/Valli„Þetta var karakter sigur. Aðstæður voru mjög erfiðar. Mikið rok og mikil rigning sem setti mark sitt á leikinn,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði fyrra mark Stjörnunnar og lagði upp seinna markið. „Aðstæðurnar hafa alltaf áhrif og vindurinn kom að góðum notum. Við vissum fyrir leikinn að það væri erfitt fyrir markvörðinn að reikna boltann út í þessum vindi,“ sagði Harpa um markið sem hún skoraði snemma leiks en þá náði hún að setja boltann upp í vindinni og fá hann yfir markvörð Þórs/KA sem átti ekki möguleika í skotið. „Ég hefði viljað sjá okkur skora fleiri mörk og við áttum að setja allavega eitt í fyrri hálfleik og nýta líka betur opnanirnar í seinni hálfleik. „Við gerum vel varnarlega og þær eiga ekki opin færi á okkur og skora mark sem við erum mjög ósáttar við að fá okkur. Það var klaufalegt að okkar hálfu. „Við töpum fyrsta leik í móti og byrjuðum ekki eins og við vildum byrja en það er stígandi í okkar leik og við erum að fá liðsstyrk og liðið af eflast. Það er erfitt að bera liðið saman við í fyrra en við stefnum alltaf á þrjú stigin,“ sagði Harpa um ummæli andstæðinga Stjörnunnar sem keppast við að segja liðið í ár vera betra en liðið sem fór ósigrað í gegnum Íslandsmótið í fyrra. Jóhann: Leiðinlegur fram og til baka kýlingaboltiVísir/Valli„Leikurinn var leiðinlegur. Leikurinn litaðist af veðrinu. Það var helli rigning í byrjun og brjálað rok. Við fengum svolítið fleiri innköst en venjulega,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson annar þjálfari Þórs/KA í leikslok. „Það er oft þannig að þegar þú ert vel hæfileikum búinn að þá getur þú tekist á við svona aðstæður en mér fannst liðin reyna aðeins of lítið að berjast við aðstæðurnar og halda boltanum á jörðinni og úr varð leiðinlegur fram og til baka kýlingabolti. „Þó það hefði verið logn hefði Stjarnan verið meira með boltann. Liðin setja leikinn þannig upp. Okkar leikur hefði verið þannig líka þó veðrið hefði verið betra. „Þær eru með magnað lið og eiga þennan sigur alveg skilinn,“ sagði Jóhann en Þór/KA fékk sitt langbesta færi í stöðunni 1-0 sem ekki náðist að nýta. „Það hefði breytt því að staðan hefði orðið 1-1 og það hefði kannski gefið okkur aukið sjálfstraust. Það eru eitt, tvö svona atriði í leiknum og við erum að spila upp á það í þessum leik og það sjá það allir og ég viðurkenni það alveg. Það er svekkjandi að það fór ekki inn. „Fyrri umferðin er ekki búin en ef litið er á hópinn hjá Stjörnunni núna þá er hann sterkari en í fyrra. Ég veit ekki hvaða lið á að stoppa þetta. Þær misstíga sig í leikjum en misstíga þær sig þannig að þær tapi stigum? Það þarf ekkert að vera að þær tapi mörgum stigum hér eftir,“ sagði Jóhann um möguleikana á því að vinna upp fimm stiga forskot Stjörnunnar.Vísir/ValliVísir/Valli Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Stjarnan lagði Þór/KA 2-0 í uppgjöri toppliða Pepsí deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan réð miklu betur við erfiðan vind og vann sanngjarnan og sannfærandi sigur. Það var hávaðarok á Samsung vellinum í kvöld og setti vindurinn óneitanlega svip sinn á leikinn. Harpa Þorsteinsdóttir nýtti sér vindinn til fullnustu þegar hún lyfti boltanum yfir Roxanne Barker í marki Þórs/KA og skoraði strax á sjöttu mínútu leiksins. Stjarnan fékk nokkur afbragðsfæri til að bæta við mörkum í fyrri hálfleik og átti bæði skalla í slá og dauðafæri sem fundu ekki leiðina framhjá Barker og því fór liðið með minnsta mögulega mun inn í hálfleikinn. Þór/KA komst betur inn í leikinn er leið á fyrri hálfleik og átti nokkrar fínar sóknir þar sem liðið reyndi að nýta sér að hægt væri að senda boltann upp í vindinn án þess að hann færi alla leið til Söndru Sigurðardóttur í marki Stjörnunnar. Það er list að sækja með vindinn í bakið og náði Þór/KA engan vegin tökum á því. Stjarnan var mikið betri í seinni hálfleik og hefði hæglega getað bætt við mörkum áður en Þór/KA fékk sitt lang besta færi í leiknum um miðbik seinni hálfleiks þegar varamaðurinn Katla Ósk Rakelardóttir skaut yfir ein gegn Söndru markverði. Stjarnan gerði vel í að halda boltanum á jörðinni og lenti aldrei í teljandi vandræðum þó liðið þyrfti að bíða þar til á 84. mínútu eftir öðru marki sínu sem gerði út um leikinn. Þar var að verki varamaðurinn Elva Friðjónsdóttir af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Hörpu Þorsteinsdóttur. Þór/KA ógnaði aldrei verulega þó liðið hafi náð að minnka muninn með síðustu spyrnu leiksins eftir mistök í öftustu varnarlínu Stjörnunnar. Varamaðurinn Katla Ósk var þar að verki. Stjarnan náði með sigrinum fimm stiga forskoti á Þór/KA en gestirnir töpuðu öðrum leik sínum í röð í deildinni en Íslandsmeistarar Stjörnunnar hafa nú unnið sex leiki í röð og líta afar vel út. Harpa: Stígandi í okkar leikVísir/Valli„Þetta var karakter sigur. Aðstæður voru mjög erfiðar. Mikið rok og mikil rigning sem setti mark sitt á leikinn,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir sem skoraði fyrra mark Stjörnunnar og lagði upp seinna markið. „Aðstæðurnar hafa alltaf áhrif og vindurinn kom að góðum notum. Við vissum fyrir leikinn að það væri erfitt fyrir markvörðinn að reikna boltann út í þessum vindi,“ sagði Harpa um markið sem hún skoraði snemma leiks en þá náði hún að setja boltann upp í vindinni og fá hann yfir markvörð Þórs/KA sem átti ekki möguleika í skotið. „Ég hefði viljað sjá okkur skora fleiri mörk og við áttum að setja allavega eitt í fyrri hálfleik og nýta líka betur opnanirnar í seinni hálfleik. „Við gerum vel varnarlega og þær eiga ekki opin færi á okkur og skora mark sem við erum mjög ósáttar við að fá okkur. Það var klaufalegt að okkar hálfu. „Við töpum fyrsta leik í móti og byrjuðum ekki eins og við vildum byrja en það er stígandi í okkar leik og við erum að fá liðsstyrk og liðið af eflast. Það er erfitt að bera liðið saman við í fyrra en við stefnum alltaf á þrjú stigin,“ sagði Harpa um ummæli andstæðinga Stjörnunnar sem keppast við að segja liðið í ár vera betra en liðið sem fór ósigrað í gegnum Íslandsmótið í fyrra. Jóhann: Leiðinlegur fram og til baka kýlingaboltiVísir/Valli„Leikurinn var leiðinlegur. Leikurinn litaðist af veðrinu. Það var helli rigning í byrjun og brjálað rok. Við fengum svolítið fleiri innköst en venjulega,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson annar þjálfari Þórs/KA í leikslok. „Það er oft þannig að þegar þú ert vel hæfileikum búinn að þá getur þú tekist á við svona aðstæður en mér fannst liðin reyna aðeins of lítið að berjast við aðstæðurnar og halda boltanum á jörðinni og úr varð leiðinlegur fram og til baka kýlingabolti. „Þó það hefði verið logn hefði Stjarnan verið meira með boltann. Liðin setja leikinn þannig upp. Okkar leikur hefði verið þannig líka þó veðrið hefði verið betra. „Þær eru með magnað lið og eiga þennan sigur alveg skilinn,“ sagði Jóhann en Þór/KA fékk sitt langbesta færi í stöðunni 1-0 sem ekki náðist að nýta. „Það hefði breytt því að staðan hefði orðið 1-1 og það hefði kannski gefið okkur aukið sjálfstraust. Það eru eitt, tvö svona atriði í leiknum og við erum að spila upp á það í þessum leik og það sjá það allir og ég viðurkenni það alveg. Það er svekkjandi að það fór ekki inn. „Fyrri umferðin er ekki búin en ef litið er á hópinn hjá Stjörnunni núna þá er hann sterkari en í fyrra. Ég veit ekki hvaða lið á að stoppa þetta. Þær misstíga sig í leikjum en misstíga þær sig þannig að þær tapi stigum? Það þarf ekkert að vera að þær tapi mörgum stigum hér eftir,“ sagði Jóhann um möguleikana á því að vinna upp fimm stiga forskot Stjörnunnar.Vísir/ValliVísir/Valli
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira