Selfoss vann 2-0 sigur á Fylki í Árbænum en Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, var aðeins búin að fá á sig þrjú mörk í fyrstu sex deildarleikjum tímabilsins.
Erna Guðjónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Selfossliðsins í leiknum en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum.
Blikakonur unnu 4-0 heimasigur á Aftureldingu sem kom liðinu upp í 2. sæti deildarinnar. Breiðablik, Þór/KA og Fylkir eru öll með 13 stig og stigi á eftir eru síðan lið ÍBV og Selfoss.
Valur náði aðeins markalausu jafntefli á móti FH og missti því bæði ÍBV og selfoss upp fyrir sig í töflunni. Valsliðið hefur aðeins náð að vinna 3 af 7 leikjum sínum og er í 7. sæti deildarinnar.
Öll úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:
ÍA - ÍBV 0-3
0-1 Shaneka Gordon (23.), 0-2 Gordon (34.), 0-3 Gordon (47.)
Stjarnan - Þór/KA 2-1
1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (6.), 2-0 Elva Friðjónsdóttir (84.), 2-1 Katla Ósk Rakelardóttir (90.+3)
FH - Valur 0-0
Fylkir - Selfoss 0-2
0-1 Erna Guðjónsdóttir (5.), 0-2 Dagný Brynjarsdóttir (48.)
Breiðablik - Afturelding 4-0
1-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (8.), 2-0 Guðrún Arnardóttir (47.), 3-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (67.), 4-0 Rakel Hönnudóttir (76.)
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá heimasíðu KSÍ og úrslitasíðunni úrslit.net.



