McIlroy með góða forystu þegar að Opna breska er hálfnað 18. júlí 2014 19:32 McIlroy hefur spilað magnað golf hingað til á Opna breska. AP/Getty Það var falleg stund þegar að Rory McIlroy gekk inn á 18. flötina á Hoylake um kvöldmatarleitið í kvöld en Norður-Írinn ungi hefur farið á kostum á Opna breska meistaramótinu til þessa og fékk fyrir það frábærar viðtökur frá þakklátum golfáhugamönnum. Þegar að mótið er hálfnað leiðir McIlroy með fjórum höggum en hann er á 12 höggum undir pari eftir tvo glæsilega hringi upp á 66 högg eða sex undir pari. Næstur á eftir honum, fjórum höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn högglangi Dustin Johnson en hann lék best allra í dag, á 65 höggum eða sjö undir og er samtals á átta höggum undir pari. Margir magnaðir kylfingar koma jafnir í þriðja sæti á samtals sex höggum undir pari en það eru þeir Francesco Molinari, Jim Furyk, Ryan Moore, Louis Oosthuzen, Sergio Garcia, Charl Schwartzel og Rickie Fowler. Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann fékk einn tvöfaldan og einn þrefaldan skolla á hringnum sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann er samtals á tveimur höggum yfir pari og rétt náði niðurskurðinum með einu höggi eftir að hafa fengið fugl á 18. holu. Margir þekktir kylfingar náðu ekki niðurskurðinum að þessu sinni en þar ber helst að nefna Masters meistarann Bubba Watson, Miguel Angel Jimenz, Ian Poulter, Lee Westwood og Ernie Els. Eins og það íslenska er breska sumarið allaf að koma á óvart og eftir tvo fallega og þurra daga gæti rignt mikið á morgun og svörtustu spár spá jafnvel hagléli á tímabili. Það verður því áhugavert hvernig bestu kylfingar heims takast á við þá áskorun en ljóst er að helgin á eftir að verða mjög spennandi fyrir golfáhugamenn um víða veröld sem fylgjast með þessu sögufræga móti af ástríðu. Bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni. Golf Tengdar fréttir Rory áfram í miklu stuði á Hoylake Norður-Írinn spilaði fyrri níu í dag á þremur höggum undir pari og er efstur á mótinu. 18. júlí 2014 16:06 Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari. 18. júlí 2014 18:36 Tiger slapp líklegast fyrir horn Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. 18. júlí 2014 18:02 Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 18. júlí 2014 15:24 Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir Annar keppnisdagur á opna breska meistaramótinu í golfi í fullum gangi. 18. júlí 2014 13:41 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Það var falleg stund þegar að Rory McIlroy gekk inn á 18. flötina á Hoylake um kvöldmatarleitið í kvöld en Norður-Írinn ungi hefur farið á kostum á Opna breska meistaramótinu til þessa og fékk fyrir það frábærar viðtökur frá þakklátum golfáhugamönnum. Þegar að mótið er hálfnað leiðir McIlroy með fjórum höggum en hann er á 12 höggum undir pari eftir tvo glæsilega hringi upp á 66 högg eða sex undir pari. Næstur á eftir honum, fjórum höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn högglangi Dustin Johnson en hann lék best allra í dag, á 65 höggum eða sjö undir og er samtals á átta höggum undir pari. Margir magnaðir kylfingar koma jafnir í þriðja sæti á samtals sex höggum undir pari en það eru þeir Francesco Molinari, Jim Furyk, Ryan Moore, Louis Oosthuzen, Sergio Garcia, Charl Schwartzel og Rickie Fowler. Tiger Woods átti hræðilegan dag en hann fékk einn tvöfaldan og einn þrefaldan skolla á hringnum sem hann lék á 77 höggum eða fimm yfir pari. Hann er samtals á tveimur höggum yfir pari og rétt náði niðurskurðinum með einu höggi eftir að hafa fengið fugl á 18. holu. Margir þekktir kylfingar náðu ekki niðurskurðinum að þessu sinni en þar ber helst að nefna Masters meistarann Bubba Watson, Miguel Angel Jimenz, Ian Poulter, Lee Westwood og Ernie Els. Eins og það íslenska er breska sumarið allaf að koma á óvart og eftir tvo fallega og þurra daga gæti rignt mikið á morgun og svörtustu spár spá jafnvel hagléli á tímabili. Það verður því áhugavert hvernig bestu kylfingar heims takast á við þá áskorun en ljóst er að helgin á eftir að verða mjög spennandi fyrir golfáhugamenn um víða veröld sem fylgjast með þessu sögufræga móti af ástríðu. Bein útsending frá þriðja hring hefst klukkan 09:00 í fyrramálið á Golfstöðinni.
Golf Tengdar fréttir Rory áfram í miklu stuði á Hoylake Norður-Írinn spilaði fyrri níu í dag á þremur höggum undir pari og er efstur á mótinu. 18. júlí 2014 16:06 Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari. 18. júlí 2014 18:36 Tiger slapp líklegast fyrir horn Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. 18. júlí 2014 18:02 Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 18. júlí 2014 15:24 Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir Annar keppnisdagur á opna breska meistaramótinu í golfi í fullum gangi. 18. júlí 2014 13:41 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Rory áfram í miklu stuði á Hoylake Norður-Írinn spilaði fyrri níu í dag á þremur höggum undir pari og er efstur á mótinu. 18. júlí 2014 16:06
Rory lék óaðfinnanlega á degi tvö Engan bilbug var að finna á spilamennsku norður-írska kylfingsins á degi tvö á Opna breska Meistaramótinu í dag en hann kom annan daginn í röð í hús á sex höggum undir pari. 18. júlí 2014 18:36
Tiger slapp líklegast fyrir horn Slök hola var nálægt því að slá Tiger Woods úr leik á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag. Tiger byrjaði illa annan daginn í röð og var þremur yfir eftir tvær holur í dag. 18. júlí 2014 18:02
Ógleymanlegur afmælisdagur hjá Coetzee George Coetzee frá Suður-Afríku átti svo sannarlega magnaðan 28 ára afmælisdag. Coetzee er meðal efstu manna á samtals fimm höggum undir pari á Opna breska eftir að hafa leikið annan hring mótsins á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. 18. júlí 2014 15:24
Tiger byrjar hræðilega í dag | Mickelson spilaði á tveimur undir Annar keppnisdagur á opna breska meistaramótinu í golfi í fullum gangi. 18. júlí 2014 13:41