Stóri júlístraumurinn skilaði litlu í laxveiðiárnar Karl Lúðvíksson skrifar 17. júlí 2014 09:29 Veiðin í Eystri Rangá og Blöndu er búin að vera góð en annars er sumarið búið að vera afleitt í laxveiðiánum Stóri júlístraumurinn sem veiðimenn biðu eftir og vonuðu að skilaði auknum göngum í árnar gerði afar lítið og staðan er sú að veiðin á þessu ári er ein sú lélegasta frá upphafi. Sumarið 2012 var slæmt en þetta sumar er bara verra og það átti engin von á því eftir frábært sumar 2013. En þetta er sem betur fer ekki algilt því veiðin í Blöndu er búin að vera mjög góð og eins er veiðin í Eystri Rangá betri en í fyrra þrátt fyrir að smálaxinn vanti þar ennþá. Bestu árnar núna koma líklega til með að ná meðalári og rétt það en þær sem eru að eiga slæmt sumar verða kannski með 50% af meðalveiði síðustu 10 ára ef þær ná því. Enn og aftur er horft til ástands sjávar og spurt er "Hvaða áhrifavaldar í hafinu valda þessum skakkaföllum" því varla er hægt að horfa til ánna því seiðabúskapur þeirra var með miklum ágætum í fyrra. Vorið var samt heldur kalt og það getur vissulega haft einhve áhrif en það er samt ekki alveg vitað. Ef við skoðum aðeins vikuveiðina þá veiddust 267 laxar í Blöndu, 171 lax í Þverá og Kjarrá, 141 lax í Norðurá, 125 laxar í Miðfjarðará og 75 laxar í Elliðaánum. Einhverjir horfa samt til ársins 2007 þar sem göngur komu mjög seint í árnar og skiluðu samt af sér góðu ári. Vissulega er það vonarglæta og eflaust allir veiðimenn sem halda í vonina. Góðu fréttirnar eru aftur á móti þær að vatnaveiðin og almennt silungsveiðin er búin að vera frábær í sumar og þeir sem hafa verið að núlla í ánum hafa oft farið í næsta vatn við ánna, fyllt einhverja poka af silung til að koma þó heim með eitthvað. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga lítur annars svona út:VeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda16. 7. 2014882142611Þverá + Kjarará16. 7. 2014505143373Norðurá16. 7. 2014470153351Eystri-Rangá16. 7. 2014363184797Miðfjarðará16. 7. 2014328103667Haffjarðará16. 7. 201428562158Laxá í Aðaldal16. 7. 2014208181009Laxá á Ásum16. 7. 201420121062Elliðaárnar.16. 7. 201420061145Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.16. 7. 2014189205461 Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði
Stóri júlístraumurinn sem veiðimenn biðu eftir og vonuðu að skilaði auknum göngum í árnar gerði afar lítið og staðan er sú að veiðin á þessu ári er ein sú lélegasta frá upphafi. Sumarið 2012 var slæmt en þetta sumar er bara verra og það átti engin von á því eftir frábært sumar 2013. En þetta er sem betur fer ekki algilt því veiðin í Blöndu er búin að vera mjög góð og eins er veiðin í Eystri Rangá betri en í fyrra þrátt fyrir að smálaxinn vanti þar ennþá. Bestu árnar núna koma líklega til með að ná meðalári og rétt það en þær sem eru að eiga slæmt sumar verða kannski með 50% af meðalveiði síðustu 10 ára ef þær ná því. Enn og aftur er horft til ástands sjávar og spurt er "Hvaða áhrifavaldar í hafinu valda þessum skakkaföllum" því varla er hægt að horfa til ánna því seiðabúskapur þeirra var með miklum ágætum í fyrra. Vorið var samt heldur kalt og það getur vissulega haft einhve áhrif en það er samt ekki alveg vitað. Ef við skoðum aðeins vikuveiðina þá veiddust 267 laxar í Blöndu, 171 lax í Þverá og Kjarrá, 141 lax í Norðurá, 125 laxar í Miðfjarðará og 75 laxar í Elliðaánum. Einhverjir horfa samt til ársins 2007 þar sem göngur komu mjög seint í árnar og skiluðu samt af sér góðu ári. Vissulega er það vonarglæta og eflaust allir veiðimenn sem halda í vonina. Góðu fréttirnar eru aftur á móti þær að vatnaveiðin og almennt silungsveiðin er búin að vera frábær í sumar og þeir sem hafa verið að núlla í ánum hafa oft farið í næsta vatn við ánna, fyllt einhverja poka af silung til að koma þó heim með eitthvað. Topp 10 listinn frá Landssambandi Veiðifélaga lítur annars svona út:VeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda16. 7. 2014882142611Þverá + Kjarará16. 7. 2014505143373Norðurá16. 7. 2014470153351Eystri-Rangá16. 7. 2014363184797Miðfjarðará16. 7. 2014328103667Haffjarðará16. 7. 201428562158Laxá í Aðaldal16. 7. 2014208181009Laxá á Ásum16. 7. 201420121062Elliðaárnar.16. 7. 201420061145Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.16. 7. 2014189205461
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði