Twin Within í nýjasta tölublaði Seventeen Kristjana Arnarsdóttir skrifar 12. júlí 2014 13:30 „Þetta er alveg frábært fyrir okkur og gaman að hafa á ferilskránni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hálsmenalínan Twin Within, sem hönnuð er af Kristínu og systur hennar, Áslaugu Írisi, er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði bandaríska unglingatímaritsins Seventeen.Kristín segir að stílisti tímaritsins hafi sett sig í samband við þær systur og beðið þær um að senda þeim hálsmen út. „Það var frekar stuttur fyrirvari á þessu öllu en við sendum þeim festar og þeim leist vel á. Þetta er í rauninni frekar súrrealískt, enda er þetta virkilega stórt blað þó svo að þetta sé kannski ekki beint fyrsta tímaritið sem ég lugga í á kaffihúsi. En þetta er frábært fyrir merkið og mjög gaman að sjá forsíðufyrirsætuna, leikkonuna Bellu Thorne, með festarnar okkar,“ segir Kristín, sem varð sér út um eintak af blaðinu fyrr í vikunni. „Ég kom við í Eymundsson og fletti í gegnum blaðið. Þetta var mjög skemmtilegt, mann langaði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymundsson og benda á að maður væri í blaðinu,“ segir Kristín og hlær. Þær systur eru nú á fullu við að undirbúa nýja hálsmenalínu. „Við verðum með svipað efnisval, höldum áfram að notast við reipin og gúmmíslöngurnar. Það mætti segja að nýju festarnar komi til með að bera með sér heldur klassískt yfirbrgað þar sem svarthvítt verður ríkjandi.“ Twin Within hefur notið vinsælda erlendis og hafa hálsmenin til að mynda ratað í verslanir víða í Bandaríkjunum, London, Japan og Seattle. Líklegt er að Singapúr fái einnig að kynnast línunni en Kristín flytur þangað á allra næstu dögum. „Maðurinn minn er að fara þangað í mastersnám svo ég skelli mér með ásamt dóttur okkar. Þar ætla ég að vera á fullu í festagerð.“ Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Þetta er alveg frábært fyrir okkur og gaman að hafa á ferilskránni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hálsmenalínan Twin Within, sem hönnuð er af Kristínu og systur hennar, Áslaugu Írisi, er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði bandaríska unglingatímaritsins Seventeen.Kristín segir að stílisti tímaritsins hafi sett sig í samband við þær systur og beðið þær um að senda þeim hálsmen út. „Það var frekar stuttur fyrirvari á þessu öllu en við sendum þeim festar og þeim leist vel á. Þetta er í rauninni frekar súrrealískt, enda er þetta virkilega stórt blað þó svo að þetta sé kannski ekki beint fyrsta tímaritið sem ég lugga í á kaffihúsi. En þetta er frábært fyrir merkið og mjög gaman að sjá forsíðufyrirsætuna, leikkonuna Bellu Thorne, með festarnar okkar,“ segir Kristín, sem varð sér út um eintak af blaðinu fyrr í vikunni. „Ég kom við í Eymundsson og fletti í gegnum blaðið. Þetta var mjög skemmtilegt, mann langaði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymundsson og benda á að maður væri í blaðinu,“ segir Kristín og hlær. Þær systur eru nú á fullu við að undirbúa nýja hálsmenalínu. „Við verðum með svipað efnisval, höldum áfram að notast við reipin og gúmmíslöngurnar. Það mætti segja að nýju festarnar komi til með að bera með sér heldur klassískt yfirbrgað þar sem svarthvítt verður ríkjandi.“ Twin Within hefur notið vinsælda erlendis og hafa hálsmenin til að mynda ratað í verslanir víða í Bandaríkjunum, London, Japan og Seattle. Líklegt er að Singapúr fái einnig að kynnast línunni en Kristín flytur þangað á allra næstu dögum. „Maðurinn minn er að fara þangað í mastersnám svo ég skelli mér með ásamt dóttur okkar. Þar ætla ég að vera á fullu í festagerð.“
Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning