Fram er úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir að liðið náði góðum úrslitum í Eistlandi í dag.
Fram gerði 2-2 jafntefli við Nomme Kalju í Tallinn í dag en eistlenska liðið vann fyrri leikinn á Íslandi, 1-0, og þar með 3-2 samanlagt.
Heimamenn komust tvívegis yfir í leiknum í dag en Fram náði að jafna í bæði skiptin með mörkum Einars Bjarna Ómarssonar og Tryggva Bjarnasonar.
Framarar sóttu nokkuð undir lokin en náðu ekki að skora þriðja markið sem hefði tryggt þeim áframhaldandi þátttöku í keppninni.
