„Við lifum í þessum hýper-sexúal heimi sem hlaðinn er sjálfsdýrkunar og þessi nýji kúltúr sem fjallar um ímynd mannsins og allt sem snýr að þessu selfie-kúltúr,“ segir Högni.
„Þessi tilfinning þegar tvær manneskjur koma saman og hafa þennan styrk sem gefur svo mikinn kraft að þú stígur til himna, ferð yfir fjöllin og það er ekkert að fara að stoppa þig og þú berð þig á þessum svokallaða hégóma.“
Tónlistarmyndbandið er í takt við lagið, lýsir Högni, en það er Börkur Sigþórsson sem leikstýrði myndbandinu.
„Þetta er alveg þokkafyllt, þetta er svolítið spennandi myndband,“ segir tónlistarmaðurinn en myndbandið má sjá hér að neðan.