Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2014 10:01 Það er heldur farið að síga í brún hjá mörgum veiðimönnum sem hafa verið við veiðar á vesturlandi þessa dagana en þar er ennþá beðið eftir almennilegum göngum í árnar. Svipað er uppá teningnum fyrir norðan en ekki hefur orðið vart við mikið af smálaxi, það hefur þó ekki komið að sök því uppistaðan í aflanum er vænn tveggja ára lax. Það stefnir kannski ekki í neitt metár en flestar árnar á Norðurlandi eru bara í fínum málum og ekkert óalgengt að sjá fyrstu stóru smálaxagöngurar í árnar á fyrsta stóra júlístraum en á vesturlandi eiga þær í það minnsta að vera farnar að mæta að einhverju ráði. Það er ennþá von í að þessar göngur mæti næstu daga og það eru alveg fordæmi fyrir því á þessari öld að þær komi seint. Það er ótrúlegt að sjá að ár eins og Grímsá, Laxá í Kjós, Leirvogsá og Langá ekki komnar yfir 100 laxa en þar hefur bara alveg vantað allar stórar göngur. Á meðan árnar í kring eins og Haffjarðará, Norðurá, Þverá, Hítará og Flókadalsá eru að skila svipaðri veiði og reikna mætti með á meðalgóðu ári en mismikið þó. Hvað veldur er erfitt að segja en næstu 7 dagar koma líklega til með að skera úr um það hvort hér sé annað árið á stuttum tíma sem stórar smálaxagöngur láta sig alveg vanta. Hér er topp tíu listinn frá Landssambandi Veiðifélaga en listann allann má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda9. 7. 2014615142611Þverá + Kjarará9. 7. 2014334143373Norðurá9. 7. 2014329153351Miðfjarðará9. 7. 2014203103667Haffjarðará9. 7. 201419762158Eystri-Rangá9. 7. 2014160204797Laxá í Aðaldal9. 7. 2014131181009Vatnsdalsá í Húnaþingi9. 7. 201412561116Laxá á Ásum9. 7. 20149521062Selá í Vopnafirði9. 7. 20147871664 Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Það er heldur farið að síga í brún hjá mörgum veiðimönnum sem hafa verið við veiðar á vesturlandi þessa dagana en þar er ennþá beðið eftir almennilegum göngum í árnar. Svipað er uppá teningnum fyrir norðan en ekki hefur orðið vart við mikið af smálaxi, það hefur þó ekki komið að sök því uppistaðan í aflanum er vænn tveggja ára lax. Það stefnir kannski ekki í neitt metár en flestar árnar á Norðurlandi eru bara í fínum málum og ekkert óalgengt að sjá fyrstu stóru smálaxagöngurar í árnar á fyrsta stóra júlístraum en á vesturlandi eiga þær í það minnsta að vera farnar að mæta að einhverju ráði. Það er ennþá von í að þessar göngur mæti næstu daga og það eru alveg fordæmi fyrir því á þessari öld að þær komi seint. Það er ótrúlegt að sjá að ár eins og Grímsá, Laxá í Kjós, Leirvogsá og Langá ekki komnar yfir 100 laxa en þar hefur bara alveg vantað allar stórar göngur. Á meðan árnar í kring eins og Haffjarðará, Norðurá, Þverá, Hítará og Flókadalsá eru að skila svipaðri veiði og reikna mætti með á meðalgóðu ári en mismikið þó. Hvað veldur er erfitt að segja en næstu 7 dagar koma líklega til með að skera úr um það hvort hér sé annað árið á stuttum tíma sem stórar smálaxagöngur láta sig alveg vanta. Hér er topp tíu listinn frá Landssambandi Veiðifélaga en listann allann má finna á www.angling.isVeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda9. 7. 2014615142611Þverá + Kjarará9. 7. 2014334143373Norðurá9. 7. 2014329153351Miðfjarðará9. 7. 2014203103667Haffjarðará9. 7. 201419762158Eystri-Rangá9. 7. 2014160204797Laxá í Aðaldal9. 7. 2014131181009Vatnsdalsá í Húnaþingi9. 7. 201412561116Laxá á Ásum9. 7. 20149521062Selá í Vopnafirði9. 7. 20147871664
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði