ÍA nældi í sín fyrstu stig í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við FH upp á Skaga. Jöfnunarmark FH kom undir lok venjulegs leiktíma.
Laken Duchar Clark virtist hafa tryggt ÍA fyrsta sigur sinn þegar tíu mínútur voru til leiksloka eftir að Maren Leósdóttir og Ana Victoria Cate höfðu skorað tvö mörk hvor fyrr í leiknum. Sandra Sif Magnúsdóttir náði hinsvegar að bjarga stigi fyrir FH á 88. mínútu þegar hún jafnaði 3-3.
Kristín Ýr Bjarnadóttir tryggði Val stigin þrjú með marki á lokasekúndum leiksins í 2-1 sigri á Aftureldingu á sama tíma. Elín Metta Jensen kom Val yfir í fyrri hálfleik en Edda María Birgisdóttir jafnaði í upphafi seinni hálfleiks og virtist allt stefna í jafntefli þar til Kristín tryggði Valsliðinu stigin þrjú.
Úrslit:
ÍA 3-3 FH
Afturelding 1-2 Valur
Kristín með sigurmark í uppbótartíma | Loksins stig hjá ÍA
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





