Síðasta holl í Affallinu með 18 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 28. júlí 2014 19:42 Sigurður Sveinsson með fallegan lax sem veiddist í síðasta holli í Affallinu Affallið í Landeyjum er loksins komið í góðann gír og það sannast best á hækkandi veiðitölum en síðasta holl gerði fína veiði við ánna. Alls náði hollið 18 löxum á 4 stangir ásamt því að sjá meira af laxi víða í ánni og inná milli voru mjög fallegir tveggja ára laxar. Affallið hefur stundum farið fyrr af stað en lok júlí hefur yfirleitt markað upphafið á besta tímanum í ánni sem síðan varir þangað til veiði líkur í haust. Lax er að ganga í báðar Rangárnar, Affall og Þverá í Fljótshlíð langt fram eftir hausti og stundum má gera bestu veiðina þar í lok september og í byrjun október það er því nóg eftir af veiðitímanum þarna og engin leið að spá fyrir um framhaldið annað en að það virðist vera gott. Hollin í Þverá hafa líka gert fína veiði og síðasta holl náði 7 löxum sem er ágætt miðað við rólega ástundun í ánni. Lax er orðinn vel dreifður um ánna og laxar farnir að veiðast á efsta veiðistaðnum en þar safnast oft saman mikið af laxi sem fer hratt upp ánna suma dagana. Stangveiði Mest lesið Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Bleikjuveiðin á Þingvöllum komin í gang Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Fyrsti laxinn á land í gær og það í Þjórsá Veiði
Affallið í Landeyjum er loksins komið í góðann gír og það sannast best á hækkandi veiðitölum en síðasta holl gerði fína veiði við ánna. Alls náði hollið 18 löxum á 4 stangir ásamt því að sjá meira af laxi víða í ánni og inná milli voru mjög fallegir tveggja ára laxar. Affallið hefur stundum farið fyrr af stað en lok júlí hefur yfirleitt markað upphafið á besta tímanum í ánni sem síðan varir þangað til veiði líkur í haust. Lax er að ganga í báðar Rangárnar, Affall og Þverá í Fljótshlíð langt fram eftir hausti og stundum má gera bestu veiðina þar í lok september og í byrjun október það er því nóg eftir af veiðitímanum þarna og engin leið að spá fyrir um framhaldið annað en að það virðist vera gott. Hollin í Þverá hafa líka gert fína veiði og síðasta holl náði 7 löxum sem er ágætt miðað við rólega ástundun í ánni. Lax er orðinn vel dreifður um ánna og laxar farnir að veiðast á efsta veiðistaðnum en þar safnast oft saman mikið af laxi sem fer hratt upp ánna suma dagana.
Stangveiði Mest lesið Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Bleikjuveiðin á Þingvöllum komin í gang Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Fyrsti laxinn á land í gær og það í Þjórsá Veiði