Wolf er önnur smáskífan af þriðju sólóplötunni Hafdísar, Home sem kom út í vor á vegum Reveal records í Evrópu og OK!Good í Bandaríkjunum.
Myndbandið er eftir Alisdair Wright.
„Ég er svo á að leggja af stað í tónleikaferðalag um landið í samstarfi við Ferðaþjónustu bænda til þess að fagna útkomu Home hér á Íslandi. Auk þess að spila 10 tónleikum ætla ég að taka upp live tónlistarmyndbönd á fallegum stöðum víðsvegar um landið og halda úti ferðabloggi,“ segir Hafdís, sem er ánægð með myndbandið.
„Ég verð á ferð og flugi um landið, en enda svo ferðina um Verslunarmannahelgina þar sem ég spila á Einni með öllu á Akureyri og á Síldarævintýrinu á Siglufirði,“ bætir Hafdís við.
„Framundan hjá mér er svo tónleikaferðalag í Evrópu í haust til þess að fylgja plötunni eftir.“