Birgir Leifur vann titlana sex á rúmlega tvöfalt lengra tímabili Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. júlí 2014 14:00 Birgir Leifur var eðlilega léttur eftir sigurinn á heimavelli í gær. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, fagnaði sjötta Íslandsmeistaratitli sínum í höggleik á heimavelli í Leirdalnum um helgina, en með sigrinum jafnaði hann árangur ÚlfarsJónssonar og BjörgvinsÞorsteinssonar. Björgvin og Úlfar unnu báðir sex titla á sínum ferlum, en Úlfar er landsliðsþjálfari í dag. Báðir unnu titlana sex á sjö ára tímabili, en Birgir Leifur vann sína sex á 18 ára tímabili. Kemur það vissulega til vegna þess að Birgir Leifur hefur sinnt atvinnumannaferlinum vel og mikið. Björgvin var sá fyrsti sem vann sex titla, en þann fyrsta vann hann 18 ára gamall árið 1971. Loftur Ólafsson hirti af honum titilinn árið eftir, en því fylgdu fimm titlar í röð hjá Björgvin sem er hvergi nærri hættur og var með á sínu 53. Íslandsmóti um helgina. Úlfar var 17 ára gamall þegar hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1986, en hann bætti við öðrum strax árið eftir. Sigurður Sigurðsson stöðvaði sigurhrinu Úlfars í eitt ár, en hann vann svo Íslandsmótið næstu fjögur árin. Úlfar var svo kjörinn kylfingur aldarinnar.Birgir Leifur með fjölskyldunni eftir sigurinn í gær.vísir/daníelBirgir Leifur var tvítugur þegar hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1996, en titilinn vann hann svo ekki aftur fyrr en 2003. Hann varð meistari aftur árið eftir og bætti svo við fjórða titlinum 2010. Birgir Leifur vann fimmta titilinn á Korpu í fyrra og jafnaði við þá Úlfar og Björgvin með sjötta titlinum í gær. Annar merkur kylfingur sem vert er að nefna er MagnúsGuðmundsson úr GA. Hann á að baki fimm Íslandsmeistaratitla (1958, 1963, 1964, 1965 og 1966), og var sá maður sem átti metið yfir lægsta skorið á Íslandsmóti í höggleik þar til í fyrra. Magnús vann einn titla sinna á tíu höggum undir pari, en það met jafnaði Birgir Leifur í fyrra. Birgir Leifur fékk gullið tækifæri til að bæta metið á heimavelli í gær, en missti þriggja metra pútt fyrir pari á 18. flöt og þurfti að sætta sig við skolla. Hann lauk leik á tíu höggum undir pari og deilir metinu með Magnúsi. Birgir Leifur er ekki nema 38 ára gamall og hefur sjaldan verið betri. Það virðist alveg morgunljóst að hann á eftir að bæta öðrum titli í safnið og verða sá sigursælasti frá upphafi. Sjálfur stefnir hann að því, en eftir sigurinn á Korpu í fyrra sagðist hann ætla að vinna þann sjötta á heimavelli í ár og Birgir Leifur stóð við stóru orðin.Sexföldu meistararnir:Björgvin Þorsteinsson 1971 (18 ára)1972 Loftur Ólafsson 1973 1974 1975 1976 1977Úlfar Jónsson 1986 (17 ára) 19871988 Sigurður Sigurðsson 1989 1990 1991 1992Birgir Leifur Hafþórsson 1996 (20 ára) 2003 2004 2010 2013 2014Úlfar Jónsson er landsliðsþjálfari í dag.vísir/daníel Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Meistararnir stefna á atvinnumennsku Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í höggleik. Birgir Leifur varð meistari í sjötta sinn en hann hafði mikla yfirburði í karlaflokki. 28. júlí 2014 08:00 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, fagnaði sjötta Íslandsmeistaratitli sínum í höggleik á heimavelli í Leirdalnum um helgina, en með sigrinum jafnaði hann árangur ÚlfarsJónssonar og BjörgvinsÞorsteinssonar. Björgvin og Úlfar unnu báðir sex titla á sínum ferlum, en Úlfar er landsliðsþjálfari í dag. Báðir unnu titlana sex á sjö ára tímabili, en Birgir Leifur vann sína sex á 18 ára tímabili. Kemur það vissulega til vegna þess að Birgir Leifur hefur sinnt atvinnumannaferlinum vel og mikið. Björgvin var sá fyrsti sem vann sex titla, en þann fyrsta vann hann 18 ára gamall árið 1971. Loftur Ólafsson hirti af honum titilinn árið eftir, en því fylgdu fimm titlar í röð hjá Björgvin sem er hvergi nærri hættur og var með á sínu 53. Íslandsmóti um helgina. Úlfar var 17 ára gamall þegar hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1986, en hann bætti við öðrum strax árið eftir. Sigurður Sigurðsson stöðvaði sigurhrinu Úlfars í eitt ár, en hann vann svo Íslandsmótið næstu fjögur árin. Úlfar var svo kjörinn kylfingur aldarinnar.Birgir Leifur með fjölskyldunni eftir sigurinn í gær.vísir/daníelBirgir Leifur var tvítugur þegar hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1996, en titilinn vann hann svo ekki aftur fyrr en 2003. Hann varð meistari aftur árið eftir og bætti svo við fjórða titlinum 2010. Birgir Leifur vann fimmta titilinn á Korpu í fyrra og jafnaði við þá Úlfar og Björgvin með sjötta titlinum í gær. Annar merkur kylfingur sem vert er að nefna er MagnúsGuðmundsson úr GA. Hann á að baki fimm Íslandsmeistaratitla (1958, 1963, 1964, 1965 og 1966), og var sá maður sem átti metið yfir lægsta skorið á Íslandsmóti í höggleik þar til í fyrra. Magnús vann einn titla sinna á tíu höggum undir pari, en það met jafnaði Birgir Leifur í fyrra. Birgir Leifur fékk gullið tækifæri til að bæta metið á heimavelli í gær, en missti þriggja metra pútt fyrir pari á 18. flöt og þurfti að sætta sig við skolla. Hann lauk leik á tíu höggum undir pari og deilir metinu með Magnúsi. Birgir Leifur er ekki nema 38 ára gamall og hefur sjaldan verið betri. Það virðist alveg morgunljóst að hann á eftir að bæta öðrum titli í safnið og verða sá sigursælasti frá upphafi. Sjálfur stefnir hann að því, en eftir sigurinn á Korpu í fyrra sagðist hann ætla að vinna þann sjötta á heimavelli í ár og Birgir Leifur stóð við stóru orðin.Sexföldu meistararnir:Björgvin Þorsteinsson 1971 (18 ára)1972 Loftur Ólafsson 1973 1974 1975 1976 1977Úlfar Jónsson 1986 (17 ára) 19871988 Sigurður Sigurðsson 1989 1990 1991 1992Birgir Leifur Hafþórsson 1996 (20 ára) 2003 2004 2010 2013 2014Úlfar Jónsson er landsliðsþjálfari í dag.vísir/daníel
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Meistararnir stefna á atvinnumennsku Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í höggleik. Birgir Leifur varð meistari í sjötta sinn en hann hafði mikla yfirburði í karlaflokki. 28. júlí 2014 08:00 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07
Meistararnir stefna á atvinnumennsku Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir urðu um helgina Íslandsmeistarar í höggleik. Birgir Leifur varð meistari í sjötta sinn en hann hafði mikla yfirburði í karlaflokki. 28. júlí 2014 08:00
Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00