Birgir Leifur spilaði á 68 höggum í dag, eða þremur höggum undir pari vallarins og er samtals á átta höggum undir pari eftir 36 holur.
Hann var tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en fékk svo tvöfaldan skolla á tíundu holu og var kominn á parið. En Birgir Leifur lét það ekki á sig fá heldur fékk fugla á holum númer 12, 14 og 15 og kláraði á þremur höggum undir pari.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Leirdalsvelli í dag og tók myndirnar sem sjá má hér að ofan og neðan.

Sigmundur Einar var á parinu í gær, en fékk fimm fugla og einn skolla dag og spilaði á fjórum höggum undir pari vallarins.
Þórður Rafn Gissurarson úr GR er þriðji á tveimur höggum undir pari, en hann spilaði á 69 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari vallarins. Rétt eins og Sigmundur Einar var hann á parinu í gær.
Hinn 16 ára gamli Gísli Sveinbergsson úr GK náði ekki að fylgja eftir góðum fyrsta degi, en hann spilaði á 73 höggum í dag, eða tveimur höggum yfir pari. Hann er í fjórða sæti á einu höggi undir pari, sem er engu að síðu góður árangur hjá þessum gríðarlega efnilega kylfing.
Staða efstu manna:
1. Birgir Leifur Hafþórsson GKG -8 (-5 og -3)
2. Sigmundur Einar Másson GKG -4 (par og -4)
3. Þórður Rafn Gissurarson GR -2 (par og -2)
4. Gísli Sveinbergsson GK -1 (-3 og +2)
5. Kristján Þór Einarsson GKj par (+2 og -2)

