Þrátt fyrir að nokkrir af bestu kylfingum heims taki sér frí frá keppni á PGA-mótaröðinni um helgina eru samt mörg stór nöfn sem eru með á Opna kanadíska meistaramótinu sem fram fer á Royal Montreal vellinum.
Eftir fyrsta hring leiða Bandaríkjamennirnir Michael Putnam og Tim Petrovic eftir að hafa leikið á 64 höggum eða sex undir pari. Kyle Stanley og heimamaðurinn Taylor Pendrith koma næstir á fimm höggum undir pari en margir kylfingar deila fimmta sætinu á fjórum höggum undir pari.
Þar má helst nefna þá Nick Watney og fyrrum Masters meistarann Charl Schwartzel en skor á fyrsta hring var almennt mjög gott og alls 66 kylfingar undir pari.
Norður-Írinn Graeme McDowell byrjaði mótið vel en hann kom inn á 68 höggum eða tveimur undir pari. Það gerði Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan einnig en fyrrum besti kylfingur heims, Luke Donald, átti erfiðan dag og kom inn á einu höggi yfir pari.
Allir fjórir hringirnir verða í beinni útsendingu á Golfstöðinni en útsending frá öðrum hring hefst klukkan 20:00 í kvöld.
Mörg góð skor á fyrsta hring á Opna kanadíska meistaramótsins

Mest lesið



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn