Þú keyrðir á Bjössa bollu! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2014 07:00 Hornstrandarferð tók óvænta stefnu í Reykjanesi þar sem Sigga Hagalín sagði alla vera á leiðinni á Ögurballið. Hún hefur sín sambönd. Sem betur fer gat Siggi Ó troðið mér í rib-safari bátinn sinn á Ísafirði þótt í fyrstu hafi Bent ætlað að hafa af mér sætið. Einkadóttir Salvars í Vigur fékk að fljóta með úr Vigur í Ögur þar sem Þórunn og Halli fóru á kostum. Þar stundar fólkið böllin af lífi og sál. Vá hvað rabarbaragrauturinn hitti í mark. Honum þurfti ég reyndar að skila í Djúpið á bakaleiðinni á meðan fallegi smiðurinn söng Bonnie Tyler smelli. Hákon Hermanns kaupfélagsstjóri skellti sér svo til sunds áður en bát lagði að landi og sofið var úr sér í Hnífsdal. Haukur Vagns og Hemmi Smelt sáu um að ferja okkur út í Lónafjörð. Dóri vitavörður færði gestrisni á hærra stig í Hornbjargsvita þar sem vertinn Ketill leyfði vöfflujárninu aldrei að kólna. Atli Rómeó veiddi í sushi og Hlédís Sveins og Sigrún Ósk bökuðu brauð ofan í mannskapinn. Villi verðlaunaljósmyndari sá um leiðsögn á daginn fyrir Lóu lofthræddu og Einar Zoo spilaði á gítar á kvöldin. Sossa Vagns hristi hausinn við bryggjuna í Bolungarvík við heimkomu. Þar hafði Andri Ólafs læst lyklana að bílnum í skottinu. Davíð Barða brást strax við. Traustur vinur sem getur gert kraftaverk. Djöfull sló Benni Sig svo í gegn á Vaxon um kvöldið, hallelúja skál, áður en Hugrún Halldórs dró liðið í nætursund. Í pottinum virtist ég skilja sjálfan mig. Heyrðist úr fjarska segja mér, því ekki að dvelja lengur hér? Gunnar Hallsson hristi hausinn morguninn eftir þegar ég greiddi næturgjaldið skömmustulegur á svip. Á leiðinni út í bíl, með stefnuna setta á Reykjavík, labbaði ég svo næstum því á Nigel Quashie. Ótrúlegt hvað hann nennir alltaf að hanga á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun
Hornstrandarferð tók óvænta stefnu í Reykjanesi þar sem Sigga Hagalín sagði alla vera á leiðinni á Ögurballið. Hún hefur sín sambönd. Sem betur fer gat Siggi Ó troðið mér í rib-safari bátinn sinn á Ísafirði þótt í fyrstu hafi Bent ætlað að hafa af mér sætið. Einkadóttir Salvars í Vigur fékk að fljóta með úr Vigur í Ögur þar sem Þórunn og Halli fóru á kostum. Þar stundar fólkið böllin af lífi og sál. Vá hvað rabarbaragrauturinn hitti í mark. Honum þurfti ég reyndar að skila í Djúpið á bakaleiðinni á meðan fallegi smiðurinn söng Bonnie Tyler smelli. Hákon Hermanns kaupfélagsstjóri skellti sér svo til sunds áður en bát lagði að landi og sofið var úr sér í Hnífsdal. Haukur Vagns og Hemmi Smelt sáu um að ferja okkur út í Lónafjörð. Dóri vitavörður færði gestrisni á hærra stig í Hornbjargsvita þar sem vertinn Ketill leyfði vöfflujárninu aldrei að kólna. Atli Rómeó veiddi í sushi og Hlédís Sveins og Sigrún Ósk bökuðu brauð ofan í mannskapinn. Villi verðlaunaljósmyndari sá um leiðsögn á daginn fyrir Lóu lofthræddu og Einar Zoo spilaði á gítar á kvöldin. Sossa Vagns hristi hausinn við bryggjuna í Bolungarvík við heimkomu. Þar hafði Andri Ólafs læst lyklana að bílnum í skottinu. Davíð Barða brást strax við. Traustur vinur sem getur gert kraftaverk. Djöfull sló Benni Sig svo í gegn á Vaxon um kvöldið, hallelúja skál, áður en Hugrún Halldórs dró liðið í nætursund. Í pottinum virtist ég skilja sjálfan mig. Heyrðist úr fjarska segja mér, því ekki að dvelja lengur hér? Gunnar Hallsson hristi hausinn morguninn eftir þegar ég greiddi næturgjaldið skömmustulegur á svip. Á leiðinni út í bíl, með stefnuna setta á Reykjavík, labbaði ég svo næstum því á Nigel Quashie. Ótrúlegt hvað hann nennir alltaf að hanga á Ísafirði.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun