Ólafur Ingi Skúlason skoraði þriðja mark belgíska liðsins Zulte-Waregem gegn Zawisza Bydgoszcz í 2. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld, en Zulte vann leikinn, 3-1.
Ólafur Ingi og félagar unnu fyrri leikinn, 3-1, og einvígið því samanlagt, 5-2. Zulte-Waregem mætir Shakhtyor Soligorsk frá Hvíta-Rússlandi í 3. umferðinni.
Hjálmar Jónsson stóð vaktina allan tímann í vörn IFK frá Gautaborg sem tapaði, 1-0, fyrir Györi frá Ungverjalandi á heimavelli. IFK vann útileikinn, 3-0, og komst því auðveldlega áfram.
Þá var Ragnar Sigurðsson í vörn Krasnodar frá Rússlandi sem vann Sillamae Kalev frá Eistlandi, 5-0. Fyrri leikinn vann Krasnodar, 4-0, og einvígið samanlagt, 9-0.
Ólafur Ingi skoraði fyrir Zulte
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn