Nýjar tölur úr flestum laxveiðiánum heldur daprar Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2014 13:44 Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur úr laxveiðiánum í gærkvöldi og það er því miður ekki mikil breyting til batnaðar. Það er ótrúlegt að sjá að aðeins ein á er komin yfir 1000 laxa 23. júlí og það er Blanda, en þar er veiðin búin að vera ágæt og áin líklega að landa meðalári. Góðu fréttirnar þessa vikuna er góð veiði í Laxá í Ásum en vikan þar skilaði 130 löxum sem er sama veiði og Langá er búin að skila í sumar en það er aðeins veitt á 2 stangir í Laxá í Ásum en 12 stangir í Langá. Veiðin í Eystri Rangá er líka búin að vera góð, stórlaxahlutfallið þar er hátt og það er engin að kvarta mikið þar við bakkann á meðan systuráin Ytri Rangá er ekki alveg farin í gang ennþá en það er vel þekkt að stóru göngurnar í hana koma oft seint. Laxá í Kjós, Grímsá, Leirvogsá, Laxá í Dölum, Laxá í Leirársveit og Langá eru hins vegar að eiga eitt versta sumar sem hefur verið skráð í bækurnar og það virðist engin önnur skýring en að smálaxagöngurnar hafi ekki bara orðið litlar það er sin og þær hafi bara ekki komið. Norðurá og Þverá eru einu árnar í Borgarfirði sem virðast þrátt fyrir allt halda dampi en þá sérstaklega Þverá og Kjarrá þar sem meira er af stórlaxi en oft áður og líklega gæti hún farið yfir 1000 laxa í sumar og Norðurá sem er samt ekkert góð tala í þessum tveimur ám. Norðausturland er líka undir meðalveiði en þar er þó meira eftir af veiðitímanum og ágústmánuður oft drjúgur í síðsumarsgöngum svo það er ekki alveg hægt að afskrifa sumarið þar. Það sem vekur athygli á listanum er aftur á móti sú staðreynd að sjá Laxá í Ásum með 331 lax á tvær stangir einu sæti fyrir ofan Laxá í Aðaldal með 283 laxa á 18 stangir. Topp tíu listinn er:VeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda23. 7. 20141060142611Þverá + Kjarará23. 7. 2014656143373Norðurá23. 7. 2014595153351Eystri-Rangá23. 7. 2014558184797Miðfjarðará23. 7. 2014471103667Haffjarðará23. 7. 201439562158Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.23. 7. 2014344205461Laxá á Ásum23. 7. 201433121062Laxá í Aðaldal23. 7. 2014283181009Elliðaárnar.23. 7. 201427761145 Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði
Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur úr laxveiðiánum í gærkvöldi og það er því miður ekki mikil breyting til batnaðar. Það er ótrúlegt að sjá að aðeins ein á er komin yfir 1000 laxa 23. júlí og það er Blanda, en þar er veiðin búin að vera ágæt og áin líklega að landa meðalári. Góðu fréttirnar þessa vikuna er góð veiði í Laxá í Ásum en vikan þar skilaði 130 löxum sem er sama veiði og Langá er búin að skila í sumar en það er aðeins veitt á 2 stangir í Laxá í Ásum en 12 stangir í Langá. Veiðin í Eystri Rangá er líka búin að vera góð, stórlaxahlutfallið þar er hátt og það er engin að kvarta mikið þar við bakkann á meðan systuráin Ytri Rangá er ekki alveg farin í gang ennþá en það er vel þekkt að stóru göngurnar í hana koma oft seint. Laxá í Kjós, Grímsá, Leirvogsá, Laxá í Dölum, Laxá í Leirársveit og Langá eru hins vegar að eiga eitt versta sumar sem hefur verið skráð í bækurnar og það virðist engin önnur skýring en að smálaxagöngurnar hafi ekki bara orðið litlar það er sin og þær hafi bara ekki komið. Norðurá og Þverá eru einu árnar í Borgarfirði sem virðast þrátt fyrir allt halda dampi en þá sérstaklega Þverá og Kjarrá þar sem meira er af stórlaxi en oft áður og líklega gæti hún farið yfir 1000 laxa í sumar og Norðurá sem er samt ekkert góð tala í þessum tveimur ám. Norðausturland er líka undir meðalveiði en þar er þó meira eftir af veiðitímanum og ágústmánuður oft drjúgur í síðsumarsgöngum svo það er ekki alveg hægt að afskrifa sumarið þar. Það sem vekur athygli á listanum er aftur á móti sú staðreynd að sjá Laxá í Ásum með 331 lax á tvær stangir einu sæti fyrir ofan Laxá í Aðaldal með 283 laxa á 18 stangir. Topp tíu listinn er:VeiðivatnDagsetningHeildarveiðiStangafjöldiLokatölur 2013Blanda23. 7. 20141060142611Þverá + Kjarará23. 7. 2014656143373Norðurá23. 7. 2014595153351Eystri-Rangá23. 7. 2014558184797Miðfjarðará23. 7. 2014471103667Haffjarðará23. 7. 201439562158Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki.23. 7. 2014344205461Laxá á Ásum23. 7. 201433121062Laxá í Aðaldal23. 7. 2014283181009Elliðaárnar.23. 7. 201427761145
Stangveiði Mest lesið Má skjóta bleikju með haglabyssu? Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Langá hækkaði um 30 sm í nótt Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði Fiskur í Hlíðarvatni í miklu fæði og hunsar veiðimenn Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 48 laxa holl í Kjarrá Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði