Amy Winehouse sagði frá því í óbirtu viðtali frá árinu 2004 að hún hefði viljað eignast börn.
„Eftir tíu ár verð ég orðin þrítug, kannski með barn,“ sagði hún.
„Ég verð komin út með aðra plötu og nokkrar konsept-smáskífur. Tónlistin mín, þessi sem er hrá og alvöru, verður bara sett á breiðskífur.“
Viðtalið birtist aldrei í blaðinu sem um ræðir vegna þess að ritstjórinn hélt að ekkert yrði úr Winehouse. Hún hafði þá þegar gefið út sína fyrstu plötu, Frank, aðeins nokkrum mánuðum áður. Sú varð tvöföld platínumplata, og seldist í tveimur milljónum eintaka bara í Evrópu.
Amy Winehouse lést þann 23. júlí, 2011, aðeins 27 ára gömul. Dánarorsökin var áfengiseitrun. Hún hafði háð baráttu við fíknivanda síðustu ár ævi sinnar, og neytti meðal annars eiturlyfja á borð við heróín, krakk og kannabis.
„Eftir tíu ár verð ég orðin þrítug, kannski með barn,“ sagði hún.
„Ég verð komin út með aðra plötu og nokkrar konsept-smáskífur. Tónlistin mín, þessi sem er hrá og alvöru, verður bara sett á breiðskífur.“
Viðtalið birtist aldrei í blaðinu sem um ræðir vegna þess að ritstjórinn hélt að ekkert yrði úr Winehouse. Hún hafði þá þegar gefið út sína fyrstu plötu, Frank, aðeins nokkrum mánuðum áður. Sú varð tvöföld platínumplata, og seldist í tveimur milljónum eintaka bara í Evrópu.
Amy Winehouse lést þann 23. júlí, 2011, aðeins 27 ára gömul. Dánarorsökin var áfengiseitrun. Hún hafði háð baráttu við fíknivanda síðustu ár ævi sinnar, og neytti meðal annars eiturlyfja á borð við heróín, krakk og kannabis.