Áhorfandi reyndi ítrekað að trufla Rory 21. júlí 2014 15:02 McIlroy bendir mótshöldurum á manninn sem truflaði hann. AP/Getty Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“ Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira