Sveitin hefur verið í stúdíói síðustu vikur að taka upp plötuna og halda sig við sinn stíl ef marka má þetta fyrsta lag sem fylgir fréttinni.
Sveitin gaf út plötuna Undraland árið 2010 og vakti þessi metnaðarfulli frumburður geysilega athygli og naut mikilla vinsælda. Fyrir plötuna hlaut sveitin tilnefningu sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum auk þess sem hún var valin á úrvalslista Kraums.
Fyrir tveimur árum gaf sveitin síðan út plötuna Um stund.