Tónlist

Rífandi stemning á maraþontónleikum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Útitónleikarnir KEXPORT voru haldnir í þriðja sinn í gær í portinu við KEX Hostel.

Það voru KEX Hostel, KEXLand og bandaríska útvarpsstöðin KEXP sem stóðu fyrir tónleikunum en þeir hófust klukkan 12 á hádegi og lauk á miðnætti.

Alls komu tólf hljómsveitir fram á klukkutímafresti á þessum maraþontónleikum en meðal þeirra hljómsveita voru Dimma, 1860, Reykjavíkurdætur og Low Roar.

Mikil stemning var á tónleikunum eins og sést á meðfylgjandi myndum og ljóst að tónleikarnir eru komnir til að vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×