Gott skot í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2014 11:56 Fallegar bleikjur sem María Petrína Ingólfsdóttir veiddi í Hlíðarvatni Hlíðarvatn í Selvogi hefur verið upp og ofan í sumar en suma daga hefur verið afskaplega rólegt við vatnið en það er vonandi að breytast með betra veðri. María Petrína Ingólfsdóttir gerði góðann dag við vatnið og náði í fallegar bleikjur. Þeir sem hafa verið svo heppnir að vera þar þegar veðrið hefur verið gott hafa gert fína veiði og veiðimenn hafa sagt í gamni að bleikjan fagni sólinni eins og aðrir. En málið er að það er oft mikið til í því og þetta á við um mörg vötnin. Þegar það hefur verið skýjað, rok og rigning í lengri tíma er eins og það færist ró yfir smálífið í vatninu, að minnsta kosti á yfirborðinu, og fiskurinn leitar sér ætis á meira dýpi og það verður erfiðara að ná honum. Þegar sólin brýst loksins fram kviknar lífið á nýjann leik og silungurinn fer á stjá og fer að taka mikið á yfirborðinu. Þetta hefur sést vel við Hlíðarvatn, Elliðavatn, Vífisstaðavatn, Úlfljótsvatn og fleiri vötn í sumar. Þegar þetta er skrifað er logn, sólskin og loksins heitur og góður sumardagur á suður og vesturlandi svo það er upplagt að taka smá kvöldveiði við eintthvert af ofantöldum vötnum ef kostur er því reynslan segir að takan verði góð í kvöld. Stangveiði Mest lesið Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Bleikjuveiðin á Þingvöllum komin í gang Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Fyrsti laxinn á land í gær og það í Þjórsá Veiði
Hlíðarvatn í Selvogi hefur verið upp og ofan í sumar en suma daga hefur verið afskaplega rólegt við vatnið en það er vonandi að breytast með betra veðri. María Petrína Ingólfsdóttir gerði góðann dag við vatnið og náði í fallegar bleikjur. Þeir sem hafa verið svo heppnir að vera þar þegar veðrið hefur verið gott hafa gert fína veiði og veiðimenn hafa sagt í gamni að bleikjan fagni sólinni eins og aðrir. En málið er að það er oft mikið til í því og þetta á við um mörg vötnin. Þegar það hefur verið skýjað, rok og rigning í lengri tíma er eins og það færist ró yfir smálífið í vatninu, að minnsta kosti á yfirborðinu, og fiskurinn leitar sér ætis á meira dýpi og það verður erfiðara að ná honum. Þegar sólin brýst loksins fram kviknar lífið á nýjann leik og silungurinn fer á stjá og fer að taka mikið á yfirborðinu. Þetta hefur sést vel við Hlíðarvatn, Elliðavatn, Vífisstaðavatn, Úlfljótsvatn og fleiri vötn í sumar. Þegar þetta er skrifað er logn, sólskin og loksins heitur og góður sumardagur á suður og vesturlandi svo það er upplagt að taka smá kvöldveiði við eintthvert af ofantöldum vötnum ef kostur er því reynslan segir að takan verði góð í kvöld.
Stangveiði Mest lesið Vatnsmikil saga úr Geirlandsá Veiði Nils Folmer með nýja liti í Metalica Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Bleikjuveiðin á Þingvöllum komin í gang Veiði Stórbleikjan liggur víða í Varmá Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Fyrsti laxinn á land í gær og það í Þjórsá Veiði