Fín veiði í Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 8. ágúst 2014 20:26 Flott mynd tekin undir yfirborðinu en þarna er væn bleikja úr Úlfljótsvatni búin að taka fluguna Mynd: Rikarður Hjálmarsson Bleikjan á Þingvöllum er komin í hrygningarbúning og safnast saman á grynningum til að hrygna og eins og við höfum greint frá er það oft mikið sjónarspil. Veiðin hefur heldur dottið niður í Þingvallavatni af þessum sökum og þeir sem á annað borð hafa veitt ágætlega í vatninu sleppa bleikjunni yfirleitt því hún er ekki góður matfiskur á þessum tíma. Það sést vel þegar kíkt er í fiska sem veiðast því þeir eru næstum því án undantekninga með galtómann maga. Nágrannavatnið, Úlfljótsvatn hefur aftur á móti verið að gefa mjög fína veiði síðustu daga og er bleikjan búin að vera í feyknatökustuði. Margar vænar hafa verið að koma á land þó að algengasta stærðin sé 1-2 pund er oft um helmingur af aflanum 3-4 punda bleikja. Inná milli koma svo stöku urriðar og geta þeir líka verið rígvænir. Hjón sem voru við veiðar fyrir fáum dögum síðan tóku tvö rígvæna urriða á spún og voru þeir á að giska um 10-12 pund en þeir voru mjög áþekkir að stærð. Veiðimaður sem var við veiðistaðinn Áll gerði líka góða veiði í fyrradag þegar hann náði 15 bleikjum á skömmum tíma við kjöraðstæður eins og hann sagði sjálfur en þegar vindáttinn breyttist datt öll taka niður. Bleikjan í Úlfljótsvatni var meira og minna að taka litlar smápúpur og var full af æti. Það er því ennþá hægt að gera góða bleikjuveiði í nágrenni borgarinnar þessa dagana. Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði
Bleikjan á Þingvöllum er komin í hrygningarbúning og safnast saman á grynningum til að hrygna og eins og við höfum greint frá er það oft mikið sjónarspil. Veiðin hefur heldur dottið niður í Þingvallavatni af þessum sökum og þeir sem á annað borð hafa veitt ágætlega í vatninu sleppa bleikjunni yfirleitt því hún er ekki góður matfiskur á þessum tíma. Það sést vel þegar kíkt er í fiska sem veiðast því þeir eru næstum því án undantekninga með galtómann maga. Nágrannavatnið, Úlfljótsvatn hefur aftur á móti verið að gefa mjög fína veiði síðustu daga og er bleikjan búin að vera í feyknatökustuði. Margar vænar hafa verið að koma á land þó að algengasta stærðin sé 1-2 pund er oft um helmingur af aflanum 3-4 punda bleikja. Inná milli koma svo stöku urriðar og geta þeir líka verið rígvænir. Hjón sem voru við veiðar fyrir fáum dögum síðan tóku tvö rígvæna urriða á spún og voru þeir á að giska um 10-12 pund en þeir voru mjög áþekkir að stærð. Veiðimaður sem var við veiðistaðinn Áll gerði líka góða veiði í fyrradag þegar hann náði 15 bleikjum á skömmum tíma við kjöraðstæður eins og hann sagði sjálfur en þegar vindáttinn breyttist datt öll taka niður. Bleikjan í Úlfljótsvatni var meira og minna að taka litlar smápúpur og var full af æti. Það er því ennþá hægt að gera góða bleikjuveiði í nágrenni borgarinnar þessa dagana.
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði