Rúnar Páll: Maður er gráti næst af gleði Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. ágúst 2014 19:35 Rúnar Páll fagnar í Poznan í kvöld með Garðari Jóhannssyni. vísir/Adam Jastrzebowski „Við erum alveg hriklega ánægðir og stoltir og maður er bara gráti næst af gleði yfir þessu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunar, við Vísi í kvöld, en hans menn gerðu sér lítið fyrir og komust áfram í umspil Evrópudeildarinnar í kvöld með markalausu jafntefli í Poznan. „Þeir skora ekki á okkur mark í tveimur leikjum. Þetta er alveg ótrúlegt. Við munum aldrei upplifa stemningu eins og var á vellinum í dag aftur. Það var magnað að standast þessa raun,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan lagði eðlilega upp með sterkan varnarleik í kvöld sem virkaði heldur betur og þá var Ingvar Jónsson magnaður í markinu. „Það gekk allt upp í leiknum. Við þurftum líka þannig leik til að komast áfram. Framherjinn okkar var bara fyrir aftan miðlínu og við ýttum þeim út á kantana. Þaðan komu fyrirgjafir sem strákarnir skölluðu frá eða Ingvar greip,“ sagði Rúnar Páll sem hrósaði markverðinum sérstaklega. „Ingvar hélt okkur inn í leiknum fyrstu fimm til tíu mínúturnar. Hann varði alveg ótrúlega. Það var alveg ótrúlega mikilvægt að fá ekki á sig mark í byrjun og hann kom í veg fyrir það. En síðan voru þetta einu alvöru færin þeirra. Við fengum eiginlega besta færið þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn.“ Rúnar Páll var í sjöunda himni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Hann átti varla til orð til að lýsa hversu glaður hann var. „Við erum bara í skýjunum. Við ætlum að njóta þessarar stundar, sem er svo stór fyrir Stjörnuna og fótboltann, í botn. Við erum núna búnir að fara í gegnum þrjár hindranir, hver erfiðari en sú næsta, og vinnum Lech Poznan sem er stórlið. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
„Við erum alveg hriklega ánægðir og stoltir og maður er bara gráti næst af gleði yfir þessu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunar, við Vísi í kvöld, en hans menn gerðu sér lítið fyrir og komust áfram í umspil Evrópudeildarinnar í kvöld með markalausu jafntefli í Poznan. „Þeir skora ekki á okkur mark í tveimur leikjum. Þetta er alveg ótrúlegt. Við munum aldrei upplifa stemningu eins og var á vellinum í dag aftur. Það var magnað að standast þessa raun,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan lagði eðlilega upp með sterkan varnarleik í kvöld sem virkaði heldur betur og þá var Ingvar Jónsson magnaður í markinu. „Það gekk allt upp í leiknum. Við þurftum líka þannig leik til að komast áfram. Framherjinn okkar var bara fyrir aftan miðlínu og við ýttum þeim út á kantana. Þaðan komu fyrirgjafir sem strákarnir skölluðu frá eða Ingvar greip,“ sagði Rúnar Páll sem hrósaði markverðinum sérstaklega. „Ingvar hélt okkur inn í leiknum fyrstu fimm til tíu mínúturnar. Hann varði alveg ótrúlega. Það var alveg ótrúlega mikilvægt að fá ekki á sig mark í byrjun og hann kom í veg fyrir það. En síðan voru þetta einu alvöru færin þeirra. Við fengum eiginlega besta færið þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn.“ Rúnar Páll var í sjöunda himni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Hann átti varla til orð til að lýsa hversu glaður hann var. „Við erum bara í skýjunum. Við ætlum að njóta þessarar stundar, sem er svo stór fyrir Stjörnuna og fótboltann, í botn. Við erum núna búnir að fara í gegnum þrjár hindranir, hver erfiðari en sú næsta, og vinnum Lech Poznan sem er stórlið. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Stjarnan komst áfram í Poznan | Myndir Stjarnan er komin áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan á útivelli. 7. ágúst 2014 12:59