Fengu 40 flottar bleikjur í Frostastaðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2014 11:06 Fín veiði úr Frostastaðavatni hjá tengdafeðgunum Vötnin sunnan Tungnár er ekki jafn mikið sótt og veiðivötn þrátt fyrir að þarna megi finna vötn með frábæra veiði. Þau sem eru mest sótt eru Frostastaðavatn, Dómadalsvatn, Eskivatn og Ljóti Pollur en í því síðast nefnda má oft gera fína veiði á fallegum urriða. Erlingur Snær LOftsson fór ásamt tengdaföður sínum í Frostastaðavatn í fyrradag og fengu þeir 40 bleikjur á skömmum tíma. Það er mikið af bleikju í vatninu og hún er oft í ágætum stærðum eins og sést á myndinni frá þeim félögum. Það sem veiðimenn þurfa þó að varast eru minkarnir sem halda til við vatnið. Ekki það að þeir séu fólki hættulegir heldur eiga þeir það til að ræna aflanum af veiðimönnum sé hann ekki plastaður eða í frauðplastkassa. Minkur tók nokkra bleikjur af þeim félögum beint fyrir framan þá og var alveg sama þó menn væru nálægt honum. Minkurinn hefur nagað sig í gegnum plast til að komast að feng sínum svo það er best að vera með frauðplastkassa til að forða aflanum frá því að hverfa í minkinn. Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði
Vötnin sunnan Tungnár er ekki jafn mikið sótt og veiðivötn þrátt fyrir að þarna megi finna vötn með frábæra veiði. Þau sem eru mest sótt eru Frostastaðavatn, Dómadalsvatn, Eskivatn og Ljóti Pollur en í því síðast nefnda má oft gera fína veiði á fallegum urriða. Erlingur Snær LOftsson fór ásamt tengdaföður sínum í Frostastaðavatn í fyrradag og fengu þeir 40 bleikjur á skömmum tíma. Það er mikið af bleikju í vatninu og hún er oft í ágætum stærðum eins og sést á myndinni frá þeim félögum. Það sem veiðimenn þurfa þó að varast eru minkarnir sem halda til við vatnið. Ekki það að þeir séu fólki hættulegir heldur eiga þeir það til að ræna aflanum af veiðimönnum sé hann ekki plastaður eða í frauðplastkassa. Minkur tók nokkra bleikjur af þeim félögum beint fyrir framan þá og var alveg sama þó menn væru nálægt honum. Minkurinn hefur nagað sig í gegnum plast til að komast að feng sínum svo það er best að vera með frauðplastkassa til að forða aflanum frá því að hverfa í minkinn.
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði