23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2014 16:59 Lilla Rowcliff með 95 sm lax úr Höfðahyl í gær. Nessvæðið í Laxá í Aðaldal virðist vera komið á fulla siglingu ef marka má frábærar veiðitölur eftir daginn í gær. Það komu 23 laxar á land og eitthvað slapp af færum veiðimanna. Það sem er merkilegast er að af þessum 23 löxum voru fjóra laxar yfir 20 pundum eða 100 sm og það hlýtur að teljast einsdæmi að eins og sama áin gefi fjóra laxa af þessari stærð á sama deginum, í það minnsta hér á landi. Nessvæðið í Laxá er komið í 193 laxa og það er bjart yfir mönnum sem eiga daga þar framundan. Aðrar ár á norðurlandi sem eru að gera góða veiði eru t.d. Svalbarðsá en það er óhætt að segja að veiðin þar sé búin að vera frábær en þar hafa komið 193 laxar á land. Það verður þó líklega engin á sem toppar Laxá í Ásum þetta árið eða yfirleitt þegar það kemur að veiði á stöng pr dag en Laxá hefur gefið 454 laxa á aðeins tvær stangir það sem af er þessari vertíð og það er góður tími framundan í ánni. Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði
Nessvæðið í Laxá í Aðaldal virðist vera komið á fulla siglingu ef marka má frábærar veiðitölur eftir daginn í gær. Það komu 23 laxar á land og eitthvað slapp af færum veiðimanna. Það sem er merkilegast er að af þessum 23 löxum voru fjóra laxar yfir 20 pundum eða 100 sm og það hlýtur að teljast einsdæmi að eins og sama áin gefi fjóra laxa af þessari stærð á sama deginum, í það minnsta hér á landi. Nessvæðið í Laxá er komið í 193 laxa og það er bjart yfir mönnum sem eiga daga þar framundan. Aðrar ár á norðurlandi sem eru að gera góða veiði eru t.d. Svalbarðsá en það er óhætt að segja að veiðin þar sé búin að vera frábær en þar hafa komið 193 laxar á land. Það verður þó líklega engin á sem toppar Laxá í Ásum þetta árið eða yfirleitt þegar það kemur að veiði á stöng pr dag en Laxá hefur gefið 454 laxa á aðeins tvær stangir það sem af er þessari vertíð og það er góður tími framundan í ánni.
Stangveiði Mest lesið Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði Gæsaveiðin fer rólega af stað Veiði 53 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði