„Þetta er íslenskur ríkisborgari þó hann sé Pólverji og styðji Poznan. Hann fékk samt ekki miða í gegnum þá - reyndar bara engan miða. Þetta er því líklega á okkar ábyrgð. Við berum ábyrgð á öryggisgæslunni og það klikkaði að loka á þetta,“ segir Viktor Ingi.
Pólverjinn var ekki með miða á völlinn og sat því ekki í stúkunni heldur horfði hann á leikinn í gegnum grindverkið fyrir aftan markið við suðurenda vallarins.

„Hann ryðst bara á móti krakkanum sem áttaði sig auðvitað ekkert á þessu,“ segir Viktor Ingi, en hann býst ekki við hárri sekt eða alvarlegri refsingu.
„Eftirlitsmaðurinn leit á þetta sem minniháttar brot. Leikurinn stoppaði aðeins í smá tíma. Ég býst fastlega við að fá viðvörun frekar en sekt. Við verðum vonandi bara minntir á að gæta betur að þessu. Þetta er svona það sem ég held og vona að gerist,“ segir Viktor Ingi Olsen.
Stjarnan vann leikinn, 1-0, og liðin mætast aftur ytra á fimmtudagskvöldið kemur.