Kveðja til veiðikvenna við Langá Karl Lúðvíksson skrifar 19. ágúst 2014 13:23 Í gær hóf hópur veiðikvenna veiðar í Langá á Mýrum (Kvennadeild SVFR). Í Veiðimanninum, tölublaði 198 sem kemur út í vikunni, er kveðja til þeirra frá Tiggy Pettifer, en hún er AAPGAI Advanced Salmon Instructor og eins og titilinn ber með sér kennir hún veiðimönnum að kasta, þó einkum konum og börnum. Veiðimaðurinn fer í dreifingu til félagsmanna SVFR og áskrifenda á fimmtudag og föstudag en hann verður einnig hægt að nálgast í betri verslunum. Kæru veiðikonur sem eruð á leið á Langárbakka, Þið eigið von á góðu! Langá er einstaklega falleg á og fjölbreytt. Langir lygnir hyljir, stórbrotnir fossar og kraftmiklar flúðir skiptast þar á. Klettaborgir á bakkanum veita ykkur skjól til að skyggna ána og horfa á laxinn áður en þið egnið hann til töku og þið hafið færi á að kasta á litla afmarkaða veiðistaði þar sem þarf ekki nema þrjú köst til að athuga hvort laxinn fellur fyrir flugu ykkar eða ekki. Vel þjálfaðir og áhugasamir leiðsögumenn sjá til þess að þið kastið á réttu staðina – þetta getur eiginlega ekki klikkað hjá ykkur. Fuglalífið við Langá og lífríkið er einstakt. Það heillaði mig sérstaklega þegar ég stóð úti í miðri ánni, sólin var að setjast, og kitlandi árniðurinn var það eina sem heyrðist. Stöku fuglasöngur rauf kyrrðina en skyndilega mátti heyra laxa stökkva ekki langt undan. Sjórinn var að flæða að við Sjávarfossinn og stór ganga af nýjum og silfruðum laxi renndi sér upp ána. Þeim lá greinilega á að komast á heimaslóðir og það mun aldrei renna mér úr minni þegar þeir renndu sér fram hjá mér hver á fætur öðrum úti í miðjum straumnum. Þessa minningu geymi ég ævilangt. Langá er einstaklega hentug á til að ná tökum á laxveiði. Fylgdust því vel með veiðifélaga þínum þegar hún er að veiða, t.d. í vari upp á nálægum kletti, og horfðu á laxinn rísa á eftir flugunni en hverfa svo aftur í djúpið. Flugan gæti verið of stór eða of lítil, það gæti verið að hún færi ekki nógu djúpt, veiðikonan gæti verið of spennt og dregið fluguna of fljótt inn eða mögulega berst flugan of hægt fyrir laxinn. Svo án nokkurs fyrirvara tekur laxinn! Fyrir mér er Langá háskóli laxveiðinnar og rétti staðurinn til að læra að veiða ykkar frábæra íslenska lax! Það er hægt að veiða Langá á svo mismunandi hátt og þú getur prófað alls kyns tækni og aðferðir sem veiðimennirnir hafa talað um út í eitt árum saman. Af fenginni reynslu eru hérna nokkur góð ráð til ykkar sem geta gert veiðiferðina ánægjulegri. Passið að klæða ykkur vel, því það getur verið mjög, mjög kalt að standa lengi úti í vatninu. Það er alltaf hægt að fækka fötum ef það hitnar á bakkanum. Hafið eitthvað til að narta í á meðan þið eruð í vöðlunum, það gefur ykkur orku og það er nauðsynlegt að taka með hitabrúsa með einhverju heitu að drekka. Síðast en ekki síst er mikilvægt að koma vel undirbúinn til leiks, að vera búinn að æfa fluguköstin vel og geta hnýtt á línuna þínar eigin flugur. Það er ekkert sem eykur sjálfsöryggi veiðikonu eins mikið eins og að koma að hyl, lesa í vatnið og velta því fyrir sér hvar laxinn geti legið, velja flugu og kasta, reisa lax, setja undir nýja flugu og negla laxinn. Mundu svo að kapp er best með forsjá. Ekki hika við að setjast niður á bakkanum og hvíla þig því ef þú þreytist um of verða köstin léleg. Þú reynir of mikið á vöðva sem þú notar ekki dags daglega, færð vöðvabólgu og verður pirruð! Ef þú ert með leiðsögumann ekki vera feimin við að segja honum að þú viljir taka því rólega. Sestu niður, horfðu á stórfenglegt umhverfið, veltu fyrir þér hvar laxinn í hylnum gæti legið og hvar hann væri líklegastur til að taka því það tekur tíma fyrir augun að venjast vatninu. Gríptu myndavél og fangaðu stemminguna eða málaðu vatnslitamynd. Það er líka gott að hafa góða bók í bakpokanum, mundu að þetta ekki Boot-Camp tími, en með því að lesa í 20 mínútur slakar þú á og endurnærist. Ég get fullyrt að eftir lesturinn verða köstin betri en þau hafa verið allan morguninn. Kæru veiðikonur, ég óska ykkur ánægjulegrar upplifunar við Langá. Ég veit að leiðsögumenn SVFR og starfsfólk í Langárbyrgi mun stjana við ykkur á allan hátt. Á Langárbökkum er gleðin við völd og hljóðið þegar Langárlaxinn rífur línuna freklega út af veiðihjólum ykkar mun kæta ykkur enn frekar. Það eru forréttindi að hafa veitt jafn stórkostlega á eins og Langá sem hefur gefið mér margar dýrmætar minningar. Tiggy Pettifer, AAPGAI Advanced Salmon Instructor. Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði
Í gær hóf hópur veiðikvenna veiðar í Langá á Mýrum (Kvennadeild SVFR). Í Veiðimanninum, tölublaði 198 sem kemur út í vikunni, er kveðja til þeirra frá Tiggy Pettifer, en hún er AAPGAI Advanced Salmon Instructor og eins og titilinn ber með sér kennir hún veiðimönnum að kasta, þó einkum konum og börnum. Veiðimaðurinn fer í dreifingu til félagsmanna SVFR og áskrifenda á fimmtudag og föstudag en hann verður einnig hægt að nálgast í betri verslunum. Kæru veiðikonur sem eruð á leið á Langárbakka, Þið eigið von á góðu! Langá er einstaklega falleg á og fjölbreytt. Langir lygnir hyljir, stórbrotnir fossar og kraftmiklar flúðir skiptast þar á. Klettaborgir á bakkanum veita ykkur skjól til að skyggna ána og horfa á laxinn áður en þið egnið hann til töku og þið hafið færi á að kasta á litla afmarkaða veiðistaði þar sem þarf ekki nema þrjú köst til að athuga hvort laxinn fellur fyrir flugu ykkar eða ekki. Vel þjálfaðir og áhugasamir leiðsögumenn sjá til þess að þið kastið á réttu staðina – þetta getur eiginlega ekki klikkað hjá ykkur. Fuglalífið við Langá og lífríkið er einstakt. Það heillaði mig sérstaklega þegar ég stóð úti í miðri ánni, sólin var að setjast, og kitlandi árniðurinn var það eina sem heyrðist. Stöku fuglasöngur rauf kyrrðina en skyndilega mátti heyra laxa stökkva ekki langt undan. Sjórinn var að flæða að við Sjávarfossinn og stór ganga af nýjum og silfruðum laxi renndi sér upp ána. Þeim lá greinilega á að komast á heimaslóðir og það mun aldrei renna mér úr minni þegar þeir renndu sér fram hjá mér hver á fætur öðrum úti í miðjum straumnum. Þessa minningu geymi ég ævilangt. Langá er einstaklega hentug á til að ná tökum á laxveiði. Fylgdust því vel með veiðifélaga þínum þegar hún er að veiða, t.d. í vari upp á nálægum kletti, og horfðu á laxinn rísa á eftir flugunni en hverfa svo aftur í djúpið. Flugan gæti verið of stór eða of lítil, það gæti verið að hún færi ekki nógu djúpt, veiðikonan gæti verið of spennt og dregið fluguna of fljótt inn eða mögulega berst flugan of hægt fyrir laxinn. Svo án nokkurs fyrirvara tekur laxinn! Fyrir mér er Langá háskóli laxveiðinnar og rétti staðurinn til að læra að veiða ykkar frábæra íslenska lax! Það er hægt að veiða Langá á svo mismunandi hátt og þú getur prófað alls kyns tækni og aðferðir sem veiðimennirnir hafa talað um út í eitt árum saman. Af fenginni reynslu eru hérna nokkur góð ráð til ykkar sem geta gert veiðiferðina ánægjulegri. Passið að klæða ykkur vel, því það getur verið mjög, mjög kalt að standa lengi úti í vatninu. Það er alltaf hægt að fækka fötum ef það hitnar á bakkanum. Hafið eitthvað til að narta í á meðan þið eruð í vöðlunum, það gefur ykkur orku og það er nauðsynlegt að taka með hitabrúsa með einhverju heitu að drekka. Síðast en ekki síst er mikilvægt að koma vel undirbúinn til leiks, að vera búinn að æfa fluguköstin vel og geta hnýtt á línuna þínar eigin flugur. Það er ekkert sem eykur sjálfsöryggi veiðikonu eins mikið eins og að koma að hyl, lesa í vatnið og velta því fyrir sér hvar laxinn geti legið, velja flugu og kasta, reisa lax, setja undir nýja flugu og negla laxinn. Mundu svo að kapp er best með forsjá. Ekki hika við að setjast niður á bakkanum og hvíla þig því ef þú þreytist um of verða köstin léleg. Þú reynir of mikið á vöðva sem þú notar ekki dags daglega, færð vöðvabólgu og verður pirruð! Ef þú ert með leiðsögumann ekki vera feimin við að segja honum að þú viljir taka því rólega. Sestu niður, horfðu á stórfenglegt umhverfið, veltu fyrir þér hvar laxinn í hylnum gæti legið og hvar hann væri líklegastur til að taka því það tekur tíma fyrir augun að venjast vatninu. Gríptu myndavél og fangaðu stemminguna eða málaðu vatnslitamynd. Það er líka gott að hafa góða bók í bakpokanum, mundu að þetta ekki Boot-Camp tími, en með því að lesa í 20 mínútur slakar þú á og endurnærist. Ég get fullyrt að eftir lesturinn verða köstin betri en þau hafa verið allan morguninn. Kæru veiðikonur, ég óska ykkur ánægjulegrar upplifunar við Langá. Ég veit að leiðsögumenn SVFR og starfsfólk í Langárbyrgi mun stjana við ykkur á allan hátt. Á Langárbökkum er gleðin við völd og hljóðið þegar Langárlaxinn rífur línuna freklega út af veiðihjólum ykkar mun kæta ykkur enn frekar. Það eru forréttindi að hafa veitt jafn stórkostlega á eins og Langá sem hefur gefið mér margar dýrmætar minningar. Tiggy Pettifer, AAPGAI Advanced Salmon Instructor.
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði