Nordsjælland undir stjórn ÓlafsKristjánssonar gerði markalaust jafntefli við nýliða Hobro í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Bæði lið voru með níu stig eftir þrjá sigra í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn, en þau hafa nú bæði tíu stig. Hobo er sætinu fyrir ofan Nordsjælland á markatölu.
Hobro, sem kemur frá samnefndum smábæ á Jótlandi, hefur komið gríðarlega á óvart við upphaf úrvalsdeildarinnar í Danmörku, en það gerði sér lítið fyrir og vann FC Kaupmannahöfn á Parken, 3-0 í síðustu umferð.
Ólafur og lærisveinar hans fara líka vel af stað, en þeir eru búnir að vinna þrjá leiki af fimm og gera eitt jafntefli.
Markalaust hjá lærisveinum Ólafs gegn nýliðunum
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

