Bandaríkjamaðurinn Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham meistaramótinu sem fram fer á Sedgefield vellinum en hann er 14 höggum undir pari eftir þrjá hringi. Watney lék vel í gær og kom inn á 65 höggum eða fimm undir pari, hann á eitt högg á Kanadamanninn Brad Fritsch sem er á 13 höggum undir pari en Heath Slocum og Freddie Jacobson deila þriðja sætinu á 12 höggum undir.
Alls eru 13 kylfingar fjórum höggum frá efsta sætinu eða minna og því ætti lokahringurinn að bjóða upp á töluverða spennu en Wyndham meistaramótið er það síðasta á PGA-mótaröðinni áður en Fed-Ex bikarinn hefst um næstu helgi.
Frammistaða Japanans Ryo Ishikawa hefur þá vakið athygli en hann lék á 62 höggum á öðrum hring eða átta höggum undir pari. Hann var meðal efstu manna fyrir þriðja hring en hann lék hringinn á 78 höggum eða átta yfir pari, heilum 16 höggum verr heldur en á daginn á undan. Hann er því núna meðal neðstu manna af þeim sem hafa náð niðurskurðinum.
Lokahringurinn ætti að vera mjög spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 í dag.
Nick Watney leiðir fyrir lokahringinn á Wyndham

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
