Handknattleikslið KA/Þór í Olís-deild kvenna hefur samið við Gunnar Erni Birgisson um að stýra liðinu á næsta tímabili. Gunnar þekkir vel til hjá Þór/KA, en hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð.
Spilandi aðstoðarþjálfari Þórs/KA verður Martha Hermannsdóttir, en hún var langmarkahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, með 155 mörk í 22 leikjum.
Þess má geta að eiginmaður Mörthu, Heimir Örn Árnason, er annar tveggja þjálfara karlaliðs Akureyrar.
