McIlroy: Búið að vera draumi líkast undanfarnar vikur Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. ágúst 2014 18:00 Rory lenti í glompu á átjándu holu í gær en var fljótur að snara sér upp úr henni. Vísir/Getty Rory McIlroy var gríðarlega sáttur eftir að hafa tryggt sér sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í gær. Norður-írski kylfingurinn hefur nú sigrað síðustu þrjú mót sem hann hefur tekið þátt í, þar af tvö af stærstu mótum ársins. Aðeins þremur vikum eftir að hafa unnið á Opna breska meistaramótið í golfi vann McIlroy PGA-meistaramótið og varð með því fyrsti kylfingurinn í sex ár til þess að vinna tvö stórmót í röð. „Þetta eru búnar að vera ótrúlegar vikur, ég hefði ekki trúað þessu jafnvel í mínum villtustu draumum. Ég er búinn að vera að spila besta golf lífs míns undanfarnar vikur og ég þurfti að kreista fram sigurinn í dag. Mótherjar mínir spiluðu virkilega vel í dag og ég þurfti á öllu mínu að halda,“ sagði Rory sem neyddist til þess að leika síðustu holur mótsins í slæmu skyggni. „Ég verð að þakka Phil Mickelson og Rickie Fowler fyrir að leyfa okkur að slá með þeim á síðustu holunni. Útsýnið var orðið slæmt og þeir eiga hrós skilið fyrir að hleypa okkur með þeim. Ég var aldrei að fara að hætta á síðustu holum vallarins, ég vildi klára þetta,“ sagði Rory. Golf Tengdar fréttir Rory McIlroy sigraði á PGA-meistaramótinu Spilaði frábært golf á seinni níu holunum á lokahringnum í kvöld og tryggði sér sinn fjórða risatitil á ferlinum. 11. ágúst 2014 01:51 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy var gríðarlega sáttur eftir að hafa tryggt sér sigur á PGA-meistaramótinu í golfi í gær. Norður-írski kylfingurinn hefur nú sigrað síðustu þrjú mót sem hann hefur tekið þátt í, þar af tvö af stærstu mótum ársins. Aðeins þremur vikum eftir að hafa unnið á Opna breska meistaramótið í golfi vann McIlroy PGA-meistaramótið og varð með því fyrsti kylfingurinn í sex ár til þess að vinna tvö stórmót í röð. „Þetta eru búnar að vera ótrúlegar vikur, ég hefði ekki trúað þessu jafnvel í mínum villtustu draumum. Ég er búinn að vera að spila besta golf lífs míns undanfarnar vikur og ég þurfti að kreista fram sigurinn í dag. Mótherjar mínir spiluðu virkilega vel í dag og ég þurfti á öllu mínu að halda,“ sagði Rory sem neyddist til þess að leika síðustu holur mótsins í slæmu skyggni. „Ég verð að þakka Phil Mickelson og Rickie Fowler fyrir að leyfa okkur að slá með þeim á síðustu holunni. Útsýnið var orðið slæmt og þeir eiga hrós skilið fyrir að hleypa okkur með þeim. Ég var aldrei að fara að hætta á síðustu holum vallarins, ég vildi klára þetta,“ sagði Rory.
Golf Tengdar fréttir Rory McIlroy sigraði á PGA-meistaramótinu Spilaði frábært golf á seinni níu holunum á lokahringnum í kvöld og tryggði sér sinn fjórða risatitil á ferlinum. 11. ágúst 2014 01:51 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á PGA-meistaramótinu Spilaði frábært golf á seinni níu holunum á lokahringnum í kvöld og tryggði sér sinn fjórða risatitil á ferlinum. 11. ágúst 2014 01:51