Er leiguverð laxveiðiánna komið á endastöð? Karl Lúðvíksson skrifar 10. ágúst 2014 12:28 Umræðan í veiðiheiminum þessa dagana er nokkuð hávær um að nú þurfi landeigendur að sýna vilja og styrk með því að lækka leiguverðið á ánum. Þessi umræða er svolítið á villigötum því laxveiðimarkaðurinn ræðst af framboði og eftirspurn eins og annað á frjálsum markaði, en leigusalar ættu þó að margra mati að taka þátt í því með leigutökum að lækka verð eða í það minnsta hækka ekki ef það stefnir í sumar eins og 2013 þegar erfitt var að selja veiðileyfi eftir vont sumar árið áður. Það eru dæmi um að sumar árnar hafi ekki selst nema 70-75% á sumrinu 2013 en algeng álagning af leyfasölu er um 30% svo það eru ekki margir leigutakar sem koma vel úr söluári sem er svona slæmt. Árið í ár verður verra í veiðitölum en 2012 í mörgum ám og þá kviknar auðvitað sú spurning hvernig salan í ánna fyrir sumarið 2015 komi til með að ganga? Ef ekki tekst að selja upp fyrir "núllið" er engin arður eftir til reksturs og það leiðir bara til taps og líklega að erfitt verði fyrir leigutaka að standa við greiðslur. Það eru nýleg dæmi um þetta. Það græðir engin landeigandi og leigusali á því að leigutaki geti ekki staðið við greiðslur en margir óttast að þessi staða geti komið upp á næsta ári ef salan í árnar verður léleg. Raddir veiðimanna hafa verið nokkuð háværar um að tími sé kominn til að verðin lækki því það sé hreinlega búið að ýta innlendum veiðimönnum út af markaðnum með háu verði á leyfum, í það minnsta eru afar fáir Íslendingar sem geti leyft sér að kaupa leyfi í ánum á besta tímanum en á meðan erlendir veiðimenn og þessir fáu Íslendingar kaupa þessa daga er afar ólíklegt að einhver lækkun eigi eftir að eiga sér stað. En ef þau rök eru skoðuð að það sé ekki salan á einhverjum ákveðnum tíma í ánni sem haldi uppi sölu, heldur eins og raunveruleikinn er, heildarsala sumarsins, er ekki skrítið að margir leigutakar séu heldur órólegir. Það var gífurlega erfitt að selja í árnar 2013 sem var þrátt fyrir allt eitt besta árið í laxveiði á landinu en það kom í kjölfar sumars sem var afskaplega lélegt og það er erfitt að reka fyrirtæki í því umhverfi þegar 20-25% af sölunni hverfur milli ára. Umhverfi sambands leigutaka vs leigusala á ánum verður eiginlega að breytast. Þegar "varan" í þessu tilliti er gölluð (sbr. léleg veiði) verða aðilar að mætast á miðri leið til að takast á við vandann sem óhjákvæmilega er framundan. Vænlegt viðskiptamódel gæti verið t.d. það sem er í Norðurá þar sem landeigendur selja leyfi beint í gegnum umboðsaðila sem fær prósentu af sölu, en aðrir landeigendur hafa bent á að þar sé lítil pressa á umboðsaðilann til að fullselja þar sem hann eigi ekki beinna fjárhagslega hagsmuna að gæta. Leigusamningar eins og þeir hafa verið hingað til þar sem samið er um leigu í lengri eða skemmri tíma fyrir ákveðið verð, oft vísitölutengt, og umboðssala gæti blandast saman í einhverjum tilfellum og skapað meira rekstaröryggi fyrir leigutaka og skapað þar af leiðandi meiri stöðugleika. Stöðugleikinn er gróðinn fyrir landeigandan því með sama leigutaka til lengri tíma verður til stöðugra rekstarumhverfi, stærri fastur kúnnahópur og líklega minni sveiflur í sölu þrátt fyrir sveiflur í veiði því nýr leigutaki þarf oftar en ekki að ná í nýja kúnna. Veiðisumarið er komið yfir miðjuna og þvi miður margar ár sem glíma við á staðreynd að stefna í lélegra ár en 2014 en hvort það sé nógu mikið áfall til að breyta hlutunum verður bara að koma í ljós. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Umræðan í veiðiheiminum þessa dagana er nokkuð hávær um að nú þurfi landeigendur að sýna vilja og styrk með því að lækka leiguverðið á ánum. Þessi umræða er svolítið á villigötum því laxveiðimarkaðurinn ræðst af framboði og eftirspurn eins og annað á frjálsum markaði, en leigusalar ættu þó að margra mati að taka þátt í því með leigutökum að lækka verð eða í það minnsta hækka ekki ef það stefnir í sumar eins og 2013 þegar erfitt var að selja veiðileyfi eftir vont sumar árið áður. Það eru dæmi um að sumar árnar hafi ekki selst nema 70-75% á sumrinu 2013 en algeng álagning af leyfasölu er um 30% svo það eru ekki margir leigutakar sem koma vel úr söluári sem er svona slæmt. Árið í ár verður verra í veiðitölum en 2012 í mörgum ám og þá kviknar auðvitað sú spurning hvernig salan í ánna fyrir sumarið 2015 komi til með að ganga? Ef ekki tekst að selja upp fyrir "núllið" er engin arður eftir til reksturs og það leiðir bara til taps og líklega að erfitt verði fyrir leigutaka að standa við greiðslur. Það eru nýleg dæmi um þetta. Það græðir engin landeigandi og leigusali á því að leigutaki geti ekki staðið við greiðslur en margir óttast að þessi staða geti komið upp á næsta ári ef salan í árnar verður léleg. Raddir veiðimanna hafa verið nokkuð háværar um að tími sé kominn til að verðin lækki því það sé hreinlega búið að ýta innlendum veiðimönnum út af markaðnum með háu verði á leyfum, í það minnsta eru afar fáir Íslendingar sem geti leyft sér að kaupa leyfi í ánum á besta tímanum en á meðan erlendir veiðimenn og þessir fáu Íslendingar kaupa þessa daga er afar ólíklegt að einhver lækkun eigi eftir að eiga sér stað. En ef þau rök eru skoðuð að það sé ekki salan á einhverjum ákveðnum tíma í ánni sem haldi uppi sölu, heldur eins og raunveruleikinn er, heildarsala sumarsins, er ekki skrítið að margir leigutakar séu heldur órólegir. Það var gífurlega erfitt að selja í árnar 2013 sem var þrátt fyrir allt eitt besta árið í laxveiði á landinu en það kom í kjölfar sumars sem var afskaplega lélegt og það er erfitt að reka fyrirtæki í því umhverfi þegar 20-25% af sölunni hverfur milli ára. Umhverfi sambands leigutaka vs leigusala á ánum verður eiginlega að breytast. Þegar "varan" í þessu tilliti er gölluð (sbr. léleg veiði) verða aðilar að mætast á miðri leið til að takast á við vandann sem óhjákvæmilega er framundan. Vænlegt viðskiptamódel gæti verið t.d. það sem er í Norðurá þar sem landeigendur selja leyfi beint í gegnum umboðsaðila sem fær prósentu af sölu, en aðrir landeigendur hafa bent á að þar sé lítil pressa á umboðsaðilann til að fullselja þar sem hann eigi ekki beinna fjárhagslega hagsmuna að gæta. Leigusamningar eins og þeir hafa verið hingað til þar sem samið er um leigu í lengri eða skemmri tíma fyrir ákveðið verð, oft vísitölutengt, og umboðssala gæti blandast saman í einhverjum tilfellum og skapað meira rekstaröryggi fyrir leigutaka og skapað þar af leiðandi meiri stöðugleika. Stöðugleikinn er gróðinn fyrir landeigandan því með sama leigutaka til lengri tíma verður til stöðugra rekstarumhverfi, stærri fastur kúnnahópur og líklega minni sveiflur í sölu þrátt fyrir sveiflur í veiði því nýr leigutaki þarf oftar en ekki að ná í nýja kúnna. Veiðisumarið er komið yfir miðjuna og þvi miður margar ár sem glíma við á staðreynd að stefna í lélegra ár en 2014 en hvort það sé nógu mikið áfall til að breyta hlutunum verður bara að koma í ljós.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði