Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014 Ingvi Þór Sæmundsson og Kristinn Páll Teitsson á Laugardalsvellinum skrifar 30. ágúst 2014 00:01 Stjarnan er bikarmeistari kvenna í fótbolta eftir sannfærandi 4-0 sigur á Selfoss í Laugardalnum í dag. Eins og oft áður í sumar reyndist Harpa Þorsteinsdóttir andstæðingum sínum erfið en hún skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Pressan var öllu meiri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar fyrir leikinn en aðeins tvö ár eru síðan Stjarnan varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Selfoss á hinn bóginn var að keppa í fyrsta sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum. Það var taugatitringur í báðum liðum í upphafi leiks og var fátt um fína drætti. Stjarnan hafði undirtökin en gekk illa að skapa sér færi og fékk Selfoss fyrsta færi hálfleiksins.Erna Guðjónsdóttir reyndi þá skot af löngu færi sem Sandra Sigurðardóttir lenti í miklum vandræðum með en tókst að handsama boltann í annarri tilraun. Þegar allt virtist stefna í að liðin færu markalaus inn í hálfleik kom fyrsta mark leiksins eiginlega upp úr engu undir lok hálfleiksins.Kristrún Kristjánsdóttir átti þá fyrirgjöf sem markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir skallaði í netið en Alexa Gaul í marki Selfoss rann við að reyna að verja boltann. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Stjörnuna þrátt fyrir að hafa varla skapað sér færi í leiknum og gerði það verkefnið í seinni hálfleik enn erfiðara fyrir leikmenn Selfoss. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra leikinn að lokum. Stjarnan réð gangi leiksins og bætti verðskuldað við marki á 81. mínútu þegar Harpa bætti við öðru marki sínu í leiknum. Harpa skallaði þá aftur fyrirgjöf Kristrúnar í markið og bætti enn um betur þegar hún skoraði þriðja mark leiksins og gerði endanlega út um leikinn á 83. mínútu. Leikmenn Stjörnunnar spiluðu sig snyrtilega í gegnum vörn Selfoss og Harpa lagði boltann í netið framhjá Alexa í markinu. Kristrún skoraði fjórða og síðasta mark leiksins á 88. mínútu þegar boltinn hrökk til hennar á fjærstöng og skoraði hún í autt netið. Eftir það fjaraði undan leiknum og sigldu Stjörnustúlkur sigrinum örugglega heim. Ekki er hægt að segja annað en að sigurinn hafi verið verðskuldaður og sýndu þær afhverju þær eru með gott forskot á toppnum í Pepsi-deildinni. Með sigrinum í dag eiga þær möguleika á því að vinna tvennuna, þ.e. deild og bikar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þetta var aðeins í annað sinn sem Stjarnan verður bikarmeistari í meistaraflokki kvenna.Ólafur: Fyrsta markið skipti miklu máli „Liðsheildin og samvinnan í liðinu skóp þennan sigur í dag,“ sagði glaðbeittur Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Stjörnukonur voru lengi í gang, en markið sem Harpa Þorsteinsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks skipti sköpum að mati Ólafs. „Þetta var hörkubarátta allan leikinn og það tók langan tíma að brjóta Selfoss á bak aftur. En fyrsta markið skipti miklu máli, eins og svo oft í fótboltaleikjum. Markið létti líka á spennunni hjá okkur. „Við fórum yfir málin í hálfleik og ákváðum hvað við vildum gera. Það var ekkert stress á okkur að skora í seinni hálfleik og við gátum verið rólegri og fengið þær framar á völlinn. „Selfosskonur þurftu að færa sig framar undir lokin og gáfu þar af leiðandi aðeins færi á sér sem við nýttum okkur,“ sagði Ólafur og bætti við að sú mikla reynsla sem býr í Stjörnuliðinu hafi skipt miklu máli í leik sem þessum. „Það er mikil reynsla í liðinu og það hjálpar klárlega í svona leikjum. Þessar stelpur eru búnar að hafa mikið fyrir því að komast á þann stað sem þær eru á,“ sagði þjálfarinn ennfremur. Stjarnan er í góðri stöðu í Pepsi-deildinni, en liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik þegar fjórar umferðir eru eftir. Hvernig horfir lokaspretturinn á mótinu við Ólafi? „Við megum ekki misstíga okkur. Við eigum Selfoss aftur í deildinni á miðvikudaginn og eins og sást í dag verður það erfiður leikur. Við þurfum að passa okkur og sigla þessu heim, en við þurfum að hafa fyrir því,“ sagði Ólafur að lokum.Kristrún: Þær lokuðu vel á okkur Kristrún Kristjánsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í dag, en hún skoraði síðasta mark leiksins og lagði upp fyrstu tvö mörk Hörpu Þorsteinsdóttur í 4-0 sigri Garðarbæjarliðsins á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Hún var að vonum sátt eftir leikinn. „Þetta var mjög erfiður leikur. Þær lokuðu vel á okkur og voru þéttar fyrir. Auðvitað var smá stress í okkur; þetta er bikarúrslitaleikur og það er alltaf smá spenningur fyrir svoleiðis leiki. „Við náðum að setja mark rétt fyrir hálfleik. Við komum svo sterkar inn í seinni hálfleikinn og settum þrjú mörk á þær,“ sagði Kristrún, en skipti markið sem Harpa skoraði í lok fyrri hálfleiks ekki miklu máli? „Jú, það gerði það. Það peppaði okkur upp og við mættum grimmar til leiks í seinni hálfleik,“ sagði vinstri bakvörðurinn sem bætti við að Stjörnukonur væru ekkert orðnar þreyttar á því að vinna titla. „Nei, maður verður seint leiður á því. Þetta er góð tilfinning.“Selfoss-liðið getur gengið stolt frá borði eftir frábæra frammistöðu í bikarnum.Vísir/Andri MarinóGunnar: Reyndum að vera töffarar frekar en að tapa 0-1 „Þetta ævintýri er rétt að byrja, það kemur annar bikar á næsta ári og ég er gríðarlega stoltur af stelpunum,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, sem var nokkuð brattur eftir leikinn þrátt fyrir 0-4 tap. „Þetta er búið núna, það er visst spennufall að vita það en það er ekki annað hægt en að vera stoltur af liðinu okkar og bæjarfélaginu.“ Þrátt fyrir Selfoss hafi náð að standa í Íslandsmeisturunum lengi vel lauk leiknum með 4-0 sigri Stjörnunnar. „Það var vitað fyrir leik að þetta yrði erfitt á móti jafn góðu liði og Stjarnan er með. Við settum upp leikaðferð fyrir leikinn sem gekk næstum því upp, við fengum á okkur mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.“ Lítið markvert gerðist í seinni hálfleik fram að lokamínútum leiksins þegar Selfoss þurfti að sækja meira. Við það opnuðust glufur á varnarleik liðsins og nýtti Stjörnuliðið sér það vel. „Þetta mallaði svolítið hjá þeim bara eftir fyrsta markið og þær gengu á lagið þegar við færðum okkur framar. Þær eru með reynslumikið og gríðarlega gott lið og það hjálpaði þeim að hafa spilað svona leiki áður, þær vissu alveg hvað þyrfti í þetta.“ „Við reyndum að vera svolitlir töffarar og hentum fleiri leikmönnum fram, það skiptir engu máli hvort þú tapar þessu 0-1 eða 0-4. Ef við hefðum náð marki þar veit enginn hvernig leikurinn hefði endað,“ sagði Gunnar sem var fyrst og fremst stoltur. „Ég var spurður áðan hvort ég vildi ekki gleyma þessum síðustu tíu mínútum en þessu vill ég aldrei gleyma. Stuðningurinn og allt í kringum þetta er búið að vera æðislegt,“ sagði Gunnar.Marta:Tók rétta ákvörðun að koma til Íslands „Tilfinningin er auðvitað frábær, það er alltaf jafn gaman að vinna,“ sagði Marta Carissimi, ítalski miðjumaður Stjörnunnar, sátt eftir leikinn. „Þetta var mjög erfiður leikur, Selfoss setti mikla pressu á okkur og við þurftum að leysa það. Þær lögðu mikla áherslu á að pressa okkur strax og þetta var virkilega erfiður leikur.“ Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni í 1-0 rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins sem létti töluvert andrúmsloftið í liðinu. „Við vorum heppnar hvernig fyrsta markið kom en við áttum það fyllilega skilið að komast yfir. Við vorum mun meira með boltann og náðum loksins að setja inn fyrsta markið sem létti töluvert á okkur.“ „Þegar við náðum marki tvo þá fór andinn í liðinu þeirra og við nýttum okkur það og bættum við tveimur mörkum undir lokin. Ég held að heilt yfir verði þetta að teljast vera sanngjörn úrslit.“ Marta er á sínu fyrsta ári á Íslandi og henni líður gríðarlega vel í Stjörnunni en það stefnir í að hún vinni tvöfalt á fyrsta ári sínu hjá liðinu. „Ég vill ekki segja neitt strax en þetta er búið að ganga gríðarlega vel. Mér líður gríðarlega vel í Stjörnunni og þetta var frábært í dag en við þurfum að vera tilbúnar í næsta leik,“ sagði Marta sem var þakklát liðsfélögum sínum og þjálfara. „Ég tók rétta ákvörðun þegar ég ákvað að koma hingað, ég er með bestu liðsfélagana á Íslandi og bestu þjálfarana. Ég gæti ekki verið ánægðari á Íslandi,“ sagði Marta.Guðmunda: 4-0 gefur ekki rétta mynd af leiknum Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, var að vonum súr eftir 4-0 tap gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í bikarúrslitaleik. „Það er leiðinlegt að tapa 4-0. Það gefur, að mér finnst, ekki rétta mynd af leiknum, því hann var jafn allan fyrri hálfleikinn og megnið af seinni hálfleiknum. „En það var gaman að fá annað sætið. Við erum að spila í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn, á meðan Stjarnan er langbesta liðið á landinu og spilaði þvílíkt flottan leik. Við getum gengið stoltar frá leiknum,“ sagði Guðmunda, en Selfoss-liðið hélt áfram að reyna allt til loka, þrátt fyrir erfiða stöðu. „Þrátt fyrir að við værum 4-0 undir héldum við áfram að sækja. Við erum þannig lið að við viljum sækja. En þetta var mikil reynsla og gaman að spila þennan leik,“ sagði fyrirliðinn sem hrósaði stuðningsmönnum Selfoss sem voru fjölmennir í stúkunni á Laugardalsvellinum og létu vel í sér heyra. „Mér finnst við vera með flottustu stuðningsmennina á landinu. Það mættu fjórar fullar rútur af fólki á leikinn og við áttum stúkuna og það var mjög gaman að spila fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Guðmunda að lokum.Stjörnustúlkur fagna marki Kristrúnar.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóGuðmunda hrósaði stuðningsmönnum Selfossar.Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Stjarnan er bikarmeistari kvenna í fótbolta eftir sannfærandi 4-0 sigur á Selfoss í Laugardalnum í dag. Eins og oft áður í sumar reyndist Harpa Þorsteinsdóttir andstæðingum sínum erfið en hún skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Pressan var öllu meiri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar fyrir leikinn en aðeins tvö ár eru síðan Stjarnan varð bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Selfoss á hinn bóginn var að keppa í fyrsta sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum. Það var taugatitringur í báðum liðum í upphafi leiks og var fátt um fína drætti. Stjarnan hafði undirtökin en gekk illa að skapa sér færi og fékk Selfoss fyrsta færi hálfleiksins.Erna Guðjónsdóttir reyndi þá skot af löngu færi sem Sandra Sigurðardóttir lenti í miklum vandræðum með en tókst að handsama boltann í annarri tilraun. Þegar allt virtist stefna í að liðin færu markalaus inn í hálfleik kom fyrsta mark leiksins eiginlega upp úr engu undir lok hálfleiksins.Kristrún Kristjánsdóttir átti þá fyrirgjöf sem markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir skallaði í netið en Alexa Gaul í marki Selfoss rann við að reyna að verja boltann. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Stjörnuna þrátt fyrir að hafa varla skapað sér færi í leiknum og gerði það verkefnið í seinni hálfleik enn erfiðara fyrir leikmenn Selfoss. Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvort liðið myndi sigra leikinn að lokum. Stjarnan réð gangi leiksins og bætti verðskuldað við marki á 81. mínútu þegar Harpa bætti við öðru marki sínu í leiknum. Harpa skallaði þá aftur fyrirgjöf Kristrúnar í markið og bætti enn um betur þegar hún skoraði þriðja mark leiksins og gerði endanlega út um leikinn á 83. mínútu. Leikmenn Stjörnunnar spiluðu sig snyrtilega í gegnum vörn Selfoss og Harpa lagði boltann í netið framhjá Alexa í markinu. Kristrún skoraði fjórða og síðasta mark leiksins á 88. mínútu þegar boltinn hrökk til hennar á fjærstöng og skoraði hún í autt netið. Eftir það fjaraði undan leiknum og sigldu Stjörnustúlkur sigrinum örugglega heim. Ekki er hægt að segja annað en að sigurinn hafi verið verðskuldaður og sýndu þær afhverju þær eru með gott forskot á toppnum í Pepsi-deildinni. Með sigrinum í dag eiga þær möguleika á því að vinna tvennuna, þ.e. deild og bikar í fyrsta sinn í sögu félagsins en þetta var aðeins í annað sinn sem Stjarnan verður bikarmeistari í meistaraflokki kvenna.Ólafur: Fyrsta markið skipti miklu máli „Liðsheildin og samvinnan í liðinu skóp þennan sigur í dag,“ sagði glaðbeittur Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Stjörnukonur voru lengi í gang, en markið sem Harpa Þorsteinsdóttir skoraði undir lok fyrri hálfleiks skipti sköpum að mati Ólafs. „Þetta var hörkubarátta allan leikinn og það tók langan tíma að brjóta Selfoss á bak aftur. En fyrsta markið skipti miklu máli, eins og svo oft í fótboltaleikjum. Markið létti líka á spennunni hjá okkur. „Við fórum yfir málin í hálfleik og ákváðum hvað við vildum gera. Það var ekkert stress á okkur að skora í seinni hálfleik og við gátum verið rólegri og fengið þær framar á völlinn. „Selfosskonur þurftu að færa sig framar undir lokin og gáfu þar af leiðandi aðeins færi á sér sem við nýttum okkur,“ sagði Ólafur og bætti við að sú mikla reynsla sem býr í Stjörnuliðinu hafi skipt miklu máli í leik sem þessum. „Það er mikil reynsla í liðinu og það hjálpar klárlega í svona leikjum. Þessar stelpur eru búnar að hafa mikið fyrir því að komast á þann stað sem þær eru á,“ sagði þjálfarinn ennfremur. Stjarnan er í góðri stöðu í Pepsi-deildinni, en liðið er með sex stiga forystu á Breiðablik þegar fjórar umferðir eru eftir. Hvernig horfir lokaspretturinn á mótinu við Ólafi? „Við megum ekki misstíga okkur. Við eigum Selfoss aftur í deildinni á miðvikudaginn og eins og sást í dag verður það erfiður leikur. Við þurfum að passa okkur og sigla þessu heim, en við þurfum að hafa fyrir því,“ sagði Ólafur að lokum.Kristrún: Þær lokuðu vel á okkur Kristrún Kristjánsdóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna í dag, en hún skoraði síðasta mark leiksins og lagði upp fyrstu tvö mörk Hörpu Þorsteinsdóttur í 4-0 sigri Garðarbæjarliðsins á Selfossi í úrslitaleik Borgunarbikarsins. Hún var að vonum sátt eftir leikinn. „Þetta var mjög erfiður leikur. Þær lokuðu vel á okkur og voru þéttar fyrir. Auðvitað var smá stress í okkur; þetta er bikarúrslitaleikur og það er alltaf smá spenningur fyrir svoleiðis leiki. „Við náðum að setja mark rétt fyrir hálfleik. Við komum svo sterkar inn í seinni hálfleikinn og settum þrjú mörk á þær,“ sagði Kristrún, en skipti markið sem Harpa skoraði í lok fyrri hálfleiks ekki miklu máli? „Jú, það gerði það. Það peppaði okkur upp og við mættum grimmar til leiks í seinni hálfleik,“ sagði vinstri bakvörðurinn sem bætti við að Stjörnukonur væru ekkert orðnar þreyttar á því að vinna titla. „Nei, maður verður seint leiður á því. Þetta er góð tilfinning.“Selfoss-liðið getur gengið stolt frá borði eftir frábæra frammistöðu í bikarnum.Vísir/Andri MarinóGunnar: Reyndum að vera töffarar frekar en að tapa 0-1 „Þetta ævintýri er rétt að byrja, það kemur annar bikar á næsta ári og ég er gríðarlega stoltur af stelpunum,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, sem var nokkuð brattur eftir leikinn þrátt fyrir 0-4 tap. „Þetta er búið núna, það er visst spennufall að vita það en það er ekki annað hægt en að vera stoltur af liðinu okkar og bæjarfélaginu.“ Þrátt fyrir Selfoss hafi náð að standa í Íslandsmeisturunum lengi vel lauk leiknum með 4-0 sigri Stjörnunnar. „Það var vitað fyrir leik að þetta yrði erfitt á móti jafn góðu liði og Stjarnan er með. Við settum upp leikaðferð fyrir leikinn sem gekk næstum því upp, við fengum á okkur mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks.“ Lítið markvert gerðist í seinni hálfleik fram að lokamínútum leiksins þegar Selfoss þurfti að sækja meira. Við það opnuðust glufur á varnarleik liðsins og nýtti Stjörnuliðið sér það vel. „Þetta mallaði svolítið hjá þeim bara eftir fyrsta markið og þær gengu á lagið þegar við færðum okkur framar. Þær eru með reynslumikið og gríðarlega gott lið og það hjálpaði þeim að hafa spilað svona leiki áður, þær vissu alveg hvað þyrfti í þetta.“ „Við reyndum að vera svolitlir töffarar og hentum fleiri leikmönnum fram, það skiptir engu máli hvort þú tapar þessu 0-1 eða 0-4. Ef við hefðum náð marki þar veit enginn hvernig leikurinn hefði endað,“ sagði Gunnar sem var fyrst og fremst stoltur. „Ég var spurður áðan hvort ég vildi ekki gleyma þessum síðustu tíu mínútum en þessu vill ég aldrei gleyma. Stuðningurinn og allt í kringum þetta er búið að vera æðislegt,“ sagði Gunnar.Marta:Tók rétta ákvörðun að koma til Íslands „Tilfinningin er auðvitað frábær, það er alltaf jafn gaman að vinna,“ sagði Marta Carissimi, ítalski miðjumaður Stjörnunnar, sátt eftir leikinn. „Þetta var mjög erfiður leikur, Selfoss setti mikla pressu á okkur og við þurftum að leysa það. Þær lögðu mikla áherslu á að pressa okkur strax og þetta var virkilega erfiður leikur.“ Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni í 1-0 rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins sem létti töluvert andrúmsloftið í liðinu. „Við vorum heppnar hvernig fyrsta markið kom en við áttum það fyllilega skilið að komast yfir. Við vorum mun meira með boltann og náðum loksins að setja inn fyrsta markið sem létti töluvert á okkur.“ „Þegar við náðum marki tvo þá fór andinn í liðinu þeirra og við nýttum okkur það og bættum við tveimur mörkum undir lokin. Ég held að heilt yfir verði þetta að teljast vera sanngjörn úrslit.“ Marta er á sínu fyrsta ári á Íslandi og henni líður gríðarlega vel í Stjörnunni en það stefnir í að hún vinni tvöfalt á fyrsta ári sínu hjá liðinu. „Ég vill ekki segja neitt strax en þetta er búið að ganga gríðarlega vel. Mér líður gríðarlega vel í Stjörnunni og þetta var frábært í dag en við þurfum að vera tilbúnar í næsta leik,“ sagði Marta sem var þakklát liðsfélögum sínum og þjálfara. „Ég tók rétta ákvörðun þegar ég ákvað að koma hingað, ég er með bestu liðsfélagana á Íslandi og bestu þjálfarana. Ég gæti ekki verið ánægðari á Íslandi,“ sagði Marta.Guðmunda: 4-0 gefur ekki rétta mynd af leiknum Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, var að vonum súr eftir 4-0 tap gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í bikarúrslitaleik. „Það er leiðinlegt að tapa 4-0. Það gefur, að mér finnst, ekki rétta mynd af leiknum, því hann var jafn allan fyrri hálfleikinn og megnið af seinni hálfleiknum. „En það var gaman að fá annað sætið. Við erum að spila í bikarúrslitaleik í fyrsta sinn, á meðan Stjarnan er langbesta liðið á landinu og spilaði þvílíkt flottan leik. Við getum gengið stoltar frá leiknum,“ sagði Guðmunda, en Selfoss-liðið hélt áfram að reyna allt til loka, þrátt fyrir erfiða stöðu. „Þrátt fyrir að við værum 4-0 undir héldum við áfram að sækja. Við erum þannig lið að við viljum sækja. En þetta var mikil reynsla og gaman að spila þennan leik,“ sagði fyrirliðinn sem hrósaði stuðningsmönnum Selfoss sem voru fjölmennir í stúkunni á Laugardalsvellinum og létu vel í sér heyra. „Mér finnst við vera með flottustu stuðningsmennina á landinu. Það mættu fjórar fullar rútur af fólki á leikinn og við áttum stúkuna og það var mjög gaman að spila fyrir framan alla þessa áhorfendur,“ sagði Guðmunda að lokum.Stjörnustúlkur fagna marki Kristrúnar.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóGuðmunda hrósaði stuðningsmönnum Selfossar.Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira