Leita að uppáhalds lagi Íslendinga Þórður Ingi Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 21:00 Nýr íslenskur tónlistar-, menningar- og skemmtiþáttur hefur sýningar á RÚV í október að nafni Óskalög þjóðarinnar. Ragnhildur Steinunn og Jón Ólafsson sjá um þáttinn. „Þetta eru átta þættir og fyrstu sjö þáttunum hefur verið skipt í tíu ára tímabil, frá 1944-2014. Þetta eru 70 ár af íslenskri tónlist en í hverjum þætti verða fimm lög frá hverjum áratug spiluð og sungin af hæfileikafólki,“ segir Jón. Þjóðarkosning um topp fimm lög hvers áratugar hefst á föstudaginn á ruv.is. „Lögin sem enda í þáttunum munu hafa verið valin af íslensku þjóðinni á vefnum. Þetta er skemmtilegur samkvæmisleikur, við viljum finna út hvaða lög eru hjartfólgnust Íslendingum, hvaða lög eru í mestu uppáhaldi,“ segir Jón. „Í áttunda þættinum verða síðan lögin sjö úr þáttunum á undan öll sungin og spiluð. Síðan mun þjóðin enn og aftur kjósa og þá sjáum við hvort það sé eitthvað eitt lag sem Íslendingum þykir vænna um en önnur.“ En á Jón sitt eigið uppáhalds íslenska lag? „Nei, ekkert eitt, þetta er alltof erfið spurning. En það kemur á daginn þegar maður fer að skoða þetta að við eigum gríðarlega mikið af flottum lögum og textum. Ég held að þetta gæti orðið skemmtilegur þáttur fyrir alla fjölskylduna en þeir þættir sem hafa verið tileinkaðir íslenskri tónlist í sjónvarpi hafa fengið gott áhorf, t.d. Af fingrum fram og Hljómskálinn." Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Nýr íslenskur tónlistar-, menningar- og skemmtiþáttur hefur sýningar á RÚV í október að nafni Óskalög þjóðarinnar. Ragnhildur Steinunn og Jón Ólafsson sjá um þáttinn. „Þetta eru átta þættir og fyrstu sjö þáttunum hefur verið skipt í tíu ára tímabil, frá 1944-2014. Þetta eru 70 ár af íslenskri tónlist en í hverjum þætti verða fimm lög frá hverjum áratug spiluð og sungin af hæfileikafólki,“ segir Jón. Þjóðarkosning um topp fimm lög hvers áratugar hefst á föstudaginn á ruv.is. „Lögin sem enda í þáttunum munu hafa verið valin af íslensku þjóðinni á vefnum. Þetta er skemmtilegur samkvæmisleikur, við viljum finna út hvaða lög eru hjartfólgnust Íslendingum, hvaða lög eru í mestu uppáhaldi,“ segir Jón. „Í áttunda þættinum verða síðan lögin sjö úr þáttunum á undan öll sungin og spiluð. Síðan mun þjóðin enn og aftur kjósa og þá sjáum við hvort það sé eitthvað eitt lag sem Íslendingum þykir vænna um en önnur.“ En á Jón sitt eigið uppáhalds íslenska lag? „Nei, ekkert eitt, þetta er alltof erfið spurning. En það kemur á daginn þegar maður fer að skoða þetta að við eigum gríðarlega mikið af flottum lögum og textum. Ég held að þetta gæti orðið skemmtilegur þáttur fyrir alla fjölskylduna en þeir þættir sem hafa verið tileinkaðir íslenskri tónlist í sjónvarpi hafa fengið gott áhorf, t.d. Af fingrum fram og Hljómskálinn."
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira