Aphex Twin ásakar Kanye West um stuld Þórður Ingi Jónsson skrifar 27. ágúst 2014 16:00 Aphex Twin. Raftónlistarmaðurinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, hefur ásakað rapptónlistarmanninn Kanye West um stuld. Píanólag eftir Aphex að nafni Avril 14th er grunnurinn að laglínunni í vinsælu lagi Wests, Blame Game. Aphex fullyrti í viðtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork að rapparinn og teymi hans hafi ekki viljað borga honum fyrir notkun á laglínunni. „Ég veit að hann reyndi að fokking snuða mig og sagðist hafa skrifað laglínuna,“ sagði Aphex, aðspurður um hvað honum fyndist um að Kanye hafi notað lagið hans. „Þeir reyndu að komast upp með það að borga mér ekki neitt,“ segir Aphex. West hefur áður lent í vandræðum fyrir að „sampla“ lög, þ.e. að taka búta og laglínur úr öðrum lögum og nota þau í eigin tónlist. "Þegar þeir sendu mér lagið fyrst sagði ég: „Ó, ég get gert þetta aftur fyrir ykkur, ef þú vilt,“ af því að þeir höfðu „samplað“ lagið mjög illa. Það var strekkt á hljóðinu og það var mjög brenglað.YeezyÞá sagði ég eitthvað í líkingu við: „Ég skal bara endurspila þetta fyrir ykkur á þessum hraða ef þið viljið.“ Og þeir sögðu ekki einu sinni „halló“ eða „takk“, þeir sögðu bara: „Þú átt þetta ekki – við eigum þetta. Við erum ekki einu sinni að spyrja þig lengur.“ Þó segist Aphex ekki vera viss um hvort í lagi Wests sé „sampl“ af upprunalegu upptökunni, heldur geti verið að West og hans teymi hafi tekið upp píanóspilið aftur. Í bæklingnum fyrir plötuna sem lag Wests kom út á, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, kemur þó fram að Blame Game innihaldi „hluta úr Avril 14th eftir Richard James“. West hefur ekki enn svarað ásökunum Aphex Twin. Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, hefur ásakað rapptónlistarmanninn Kanye West um stuld. Píanólag eftir Aphex að nafni Avril 14th er grunnurinn að laglínunni í vinsælu lagi Wests, Blame Game. Aphex fullyrti í viðtali við tónlistarmiðilinn Pitchfork að rapparinn og teymi hans hafi ekki viljað borga honum fyrir notkun á laglínunni. „Ég veit að hann reyndi að fokking snuða mig og sagðist hafa skrifað laglínuna,“ sagði Aphex, aðspurður um hvað honum fyndist um að Kanye hafi notað lagið hans. „Þeir reyndu að komast upp með það að borga mér ekki neitt,“ segir Aphex. West hefur áður lent í vandræðum fyrir að „sampla“ lög, þ.e. að taka búta og laglínur úr öðrum lögum og nota þau í eigin tónlist. "Þegar þeir sendu mér lagið fyrst sagði ég: „Ó, ég get gert þetta aftur fyrir ykkur, ef þú vilt,“ af því að þeir höfðu „samplað“ lagið mjög illa. Það var strekkt á hljóðinu og það var mjög brenglað.YeezyÞá sagði ég eitthvað í líkingu við: „Ég skal bara endurspila þetta fyrir ykkur á þessum hraða ef þið viljið.“ Og þeir sögðu ekki einu sinni „halló“ eða „takk“, þeir sögðu bara: „Þú átt þetta ekki – við eigum þetta. Við erum ekki einu sinni að spyrja þig lengur.“ Þó segist Aphex ekki vera viss um hvort í lagi Wests sé „sampl“ af upprunalegu upptökunni, heldur geti verið að West og hans teymi hafi tekið upp píanóspilið aftur. Í bæklingnum fyrir plötuna sem lag Wests kom út á, My Beautiful Dark Twisted Fantasy, kemur þó fram að Blame Game innihaldi „hluta úr Avril 14th eftir Richard James“. West hefur ekki enn svarað ásökunum Aphex Twin.
Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira