Hljómsveitin The Knife spilar á Iceland Airwaves 21. ágúst 2014 11:00 Sænska hljómsveitin The Knife kemur fram hér á landi í fyrsta sinn. Mynd/Terri Loewenthal Sænska hljómsveitin The Knife kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár en þetta er í fyrsta skipti sem The Knife kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir verða auk þess þeir síðustu á Shaking The Habitual-tónleikaferðalaginu sem hófst á síðasta ári. Systkinin Karin Dreijer Anderson og Olof Dreijer hafa verið leiðandi afl í raftónlist síðan hljómsveitin hóf störf árið 1999. Svo skemmtilega vill til að Iceland Airwaves var fyrst haldin sama ár í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um hafa hraðar hendur en undanfarin ár hefur selst upp á hátíðina í byrjun september. The Knife bætist í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök. Fleiri hljómsveitir verða tilkynntar á allra næstu dögum. Airwaves Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Sænska hljómsveitin The Knife kemur fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár en þetta er í fyrsta skipti sem The Knife kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir verða auk þess þeir síðustu á Shaking The Habitual-tónleikaferðalaginu sem hófst á síðasta ári. Systkinin Karin Dreijer Anderson og Olof Dreijer hafa verið leiðandi afl í raftónlist síðan hljómsveitin hóf störf árið 1999. Svo skemmtilega vill til að Iceland Airwaves var fyrst haldin sama ár í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember og er undirbúningur í fullum gangi. Miðasalan er hafin á heimasíðu Iceland Airwaves og hvetja skipuleggjendur áhugasama um hafa hraðar hendur en undanfarin ár hefur selst upp á hátíðina í byrjun september. The Knife bætist í hóp fjölda listamanna sem áður hafa verið tilkynntir eins og Flaming Lips, The War on Drugs, Caribou, Samaris, Unknown Mortal Orchestra, Future Islands, Hozier, Sóley, FM Belfast, Jungle, Klangkarussell, La Femme, Mammút, Kelela, Radical Face, Valdimar, East India Youth, Árstíðir, Jaakko Eino Kalevi, Prins Póló, Agent Fresco, Ballet School, Ezra Furman, Lay Low, Kwabs, Son Lux, Tomas Barfod, The Vintage Caravan og Vök. Fleiri hljómsveitir verða tilkynntar á allra næstu dögum.
Airwaves Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira