Rúnar Páll: Hef aldrei upplifað annað eins Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2014 23:49 Inter komst í 1-0 á 40. mínútu. vísir/getty Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði leikmönnum sínum og stuðningsmönnum í hástert eftir 0-3 tap Garðarbæjarliðsins gegn Inter frá Mílanó í Evrópudeildinni. „Mér fannst þessi frammistaða góð. Leikmenn gerðu það sem lagt var upp með," sagði Rúnar Páll við Vísi í leikslok. „Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum í fyrri hálfleik, þó þeir hefðu verið í sókn mest allan tímann. Við vissum fyrir leikinn að það myndi verða raunin. Við náðum að loka þessum svæðum þær sem þeir eru hættulegastir. Markið sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik var klaufalegt og samskiptaleysi af okkar hálfu." „Staðan var ágæt í hálfleik, en markið sem við fengum á okkur í upphafi síðari hálfleiks var einnig klaufalegt. Það var einn maður inn í teig hjá þeim á móti fjórum til fimm varnarmönnum okkar." „Við þurftum að setja mark á þá í síðari hálfleik og fórum aðeins framar, en heilt yfir var þetta frábær frammistaða hjá strákunum." „Ég hef aldrei upplifað annað eins á Laugardalsvelli. Ég hef komið hér á landsleiki síðan ég var ungur drengur, en aldrei upplifað svona stemningu. Það er frábær fyrir drengina að upplifa þetta og þetta fer í reynslubankann." „Inter er mjög gott lið. Við vissum það alveg og við vissum að við máttum ekki opna okkur mikið varnarlega, með því að fara framarlega með bakverðina og annað." „Við förum út og reynum að gera okkar besta. Það verður gífurlega erfitt að vinna upp þriggja marka forystu á útivelli og við ætlum að fara út og hafa gaman. Við erum að fara spila á frábærum velli og þetta verður ævintýri." „Við þurfum að skoða þennan leik og sjáum hvort við getum eitthvað breytt útaf vananum og farið framar, en þá held ég að við endum í eitthverju stórtapi. Þeir eru það flinkir og ég held það verði mjög svipað upplegg. Kannski reynum við að fara aðeins framar með kantmennina, en höfum bara gaman að því. Það er allt hægt!," sagði Rúnar Páll að lokum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Silfurskeiðin hitar upp á Ölveri | Myndband Stuðningsmenn Stjörnunnar hressir fyrir leikinn gegn Inter. 20. ágúst 2014 20:08 Mazzarri: Einvígið er ekki búið Walter Mazzarri var ánægður með 3-0 sigur Inter á Stjörnunni í kvöld en hann var fljótur að minna blaðamenn á að ekkert væri útilokað í fótbolta þegar borið var undir hann hvort einvígið væri búið. 20. ágúst 2014 23:13 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Sjáðu mörkin úr leik Stjörnunnar og Inter Hér má sjá mörkin sem skoruð eru í Evrópudeildarleiknum í Laugardalnum. 20. ágúst 2014 21:48 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði leikmönnum sínum og stuðningsmönnum í hástert eftir 0-3 tap Garðarbæjarliðsins gegn Inter frá Mílanó í Evrópudeildinni. „Mér fannst þessi frammistaða góð. Leikmenn gerðu það sem lagt var upp með," sagði Rúnar Páll við Vísi í leikslok. „Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum í fyrri hálfleik, þó þeir hefðu verið í sókn mest allan tímann. Við vissum fyrir leikinn að það myndi verða raunin. Við náðum að loka þessum svæðum þær sem þeir eru hættulegastir. Markið sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik var klaufalegt og samskiptaleysi af okkar hálfu." „Staðan var ágæt í hálfleik, en markið sem við fengum á okkur í upphafi síðari hálfleiks var einnig klaufalegt. Það var einn maður inn í teig hjá þeim á móti fjórum til fimm varnarmönnum okkar." „Við þurftum að setja mark á þá í síðari hálfleik og fórum aðeins framar, en heilt yfir var þetta frábær frammistaða hjá strákunum." „Ég hef aldrei upplifað annað eins á Laugardalsvelli. Ég hef komið hér á landsleiki síðan ég var ungur drengur, en aldrei upplifað svona stemningu. Það er frábær fyrir drengina að upplifa þetta og þetta fer í reynslubankann." „Inter er mjög gott lið. Við vissum það alveg og við vissum að við máttum ekki opna okkur mikið varnarlega, með því að fara framarlega með bakverðina og annað." „Við förum út og reynum að gera okkar besta. Það verður gífurlega erfitt að vinna upp þriggja marka forystu á útivelli og við ætlum að fara út og hafa gaman. Við erum að fara spila á frábærum velli og þetta verður ævintýri." „Við þurfum að skoða þennan leik og sjáum hvort við getum eitthvað breytt útaf vananum og farið framar, en þá held ég að við endum í eitthverju stórtapi. Þeir eru það flinkir og ég held það verði mjög svipað upplegg. Kannski reynum við að fara aðeins framar með kantmennina, en höfum bara gaman að því. Það er allt hægt!," sagði Rúnar Páll að lokum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Silfurskeiðin hitar upp á Ölveri | Myndband Stuðningsmenn Stjörnunnar hressir fyrir leikinn gegn Inter. 20. ágúst 2014 20:08 Mazzarri: Einvígið er ekki búið Walter Mazzarri var ánægður með 3-0 sigur Inter á Stjörnunni í kvöld en hann var fljótur að minna blaðamenn á að ekkert væri útilokað í fótbolta þegar borið var undir hann hvort einvígið væri búið. 20. ágúst 2014 23:13 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Sjáðu mörkin úr leik Stjörnunnar og Inter Hér má sjá mörkin sem skoruð eru í Evrópudeildarleiknum í Laugardalnum. 20. ágúst 2014 21:48 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Silfurskeiðin hitar upp á Ölveri | Myndband Stuðningsmenn Stjörnunnar hressir fyrir leikinn gegn Inter. 20. ágúst 2014 20:08
Mazzarri: Einvígið er ekki búið Walter Mazzarri var ánægður með 3-0 sigur Inter á Stjörnunni í kvöld en hann var fljótur að minna blaðamenn á að ekkert væri útilokað í fótbolta þegar borið var undir hann hvort einvígið væri búið. 20. ágúst 2014 23:13
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13
Sjáðu mörkin úr leik Stjörnunnar og Inter Hér má sjá mörkin sem skoruð eru í Evrópudeildarleiknum í Laugardalnum. 20. ágúst 2014 21:48