Afturelding vann UMSK æfingarmótið í handbolta í dag, en Afturelding endaði með fullt hús stiga eftir sigur á Stjörnunni í dag.
Afturelding leiddi 15-11 í hálfleik og unnu a lokum þriggja marka sigur, 28-31. Jóhann Jóhannsson var markahæstur hjá Aftureldingu með níu mörk, en þeir Starri Friðriksson og Ari Pétursson skoruðu flest fyrir Stjörnuna eða sex talsins.
Markahæsti leikmaður mótsins var Jóhann Jóhannsson, Aftureldingu, en hann skoraði 21 mark í mótinu. Títtnefndur Jóhann var einnig valinn bestur.
Stjarnan endaði mótið í öðru sæti með fjögur stig, en í hinum leik dagsins mættust tvö stigalaus lið; HK og Grótta. HK vann tveggja marka sigur, 21-19 og hirti þriðja sætið. Leó Snær Pétursson og Þorgrímur Smári Ólafsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir HK, en Þorgeir Bjarki Davíðsson var markahæstur hjá Gróttu einnig með fimm mörk.
Einn leikur var hjá konunum í UMSK-mótinu. FH vann HK, 26-25, eftir að hafa verið 12-9 yfir í hálfleik. Ingibjörg Pálmadóttir skoraði tíu mörk fyrir FH, en Fanney Þóra Þórsdóttir skoraði sjö mörk fyrir HK. Fanney er uppalin í FH.
Afturelding vann UMSK-mótið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





